Svona eiga sýslumenn að vera Þorvaldur Gylfason skrifar 8. september 2011 06:00 Þegar Lúðvík Emil Kaaber héraðsdómslögmaður tekur til máls um lög og rétt, finnst mér vert að hlusta. Gefum honum orðið: „Ég hef orðað megineinkenni íslenskrar fiskveiðistjórnar þannig, að afmörkuðum hópi hafi, í kjölfar samninga milli stjórnmálamanna og útgerðarmanna, verið veittur „einkaréttur" til fiskveiða og „réttur" til að selja eða leigja öðrum landsmönnum hlutdeild í þeim „rétti" (gæsalöppunum er ætlað að undirstrika, að ekki getur verið um „rétt" að ræða, því að útvegun forréttinda af þessu tagi er bönnuð bæði í íslenskum og alþjóðlegum mannréttindalögum). Auðvitað eru aðrir menn ekki bundnir af slíku (þ.e. lagalega séð, en það er annað mál, og lögum og lögfræði óviðkomandi, hverju hægt er að halda uppi með ólöglegri kúgun – það er ekki mitt fag). Þetta einfalda atriði er eitt þeirra, sem sýna, hvernig upphafi kvótakerfisins var háttað. Og það er einnig skjalfest í Alþingistíðindum, í merkri ritgerð eftir Halldór Jónsson í Samfélagstíðindum, tímariti félagsfræðinema við Háskóla Íslands 1990, og víðar." Lúðvík heldur áfram: „Að minni hyggju skiptir ofangreint atriði, og ofangreint atriði eitt, höfuðmáli. Það er ekkert ólöglegt við framseljanlegar aflaheimildir í einkaeign, ef þær eru heiðarlega fengnar, án þess að stofnað sé til forréttinda. Það er hins vegar hagsmunamál kerfisins, að umræða takmarkist t.d. við það, hvort framseljanlegar aflaheimildir í einkaeign séu löglegar eða ólöglegar, svo lengi sem ekki er minnst á, hvernig þær eru til komnar. Og þess vegna, og einskis annars vegna, hafa íslenskir stjórnmálamenn og opinberir hagsmunaaðilar (þ.e. allir aðrir en almenningur, sem mætir afgangi, af því að hann er ekki í neinum sérhagsmunasamtökum) alltaf leitt þetta höfuðatriði hjá sér og látið eins og það sé ekki til. Það er aldrei rætt. Það, að þetta skuli aldrei vera rætt, er til marks um, að þeir stjórnmálamenn, sem nú ráða, treysta sér ekki til þess frekar en aðrir, þó að þeir hafi hátíðlega lofað að „fyrna" þýfið. Þeir vilja heldur halda frið við þá, sem þetta gerðu. Öll umræða fer fram á þeirri röngu grundvallarforsendu, að íslensk lög heimili ofangreinda ráðstöfun. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að afar hæpið sé að berjast gegn henni í von um árangur nema tala hreint út. LÍÚ mun segja það ganga uppreisn næst að gera svo. En uppreisnin – hún var fólgin í því að víkja stjórnskipunarlögum og alþjóðlegum mannréttindalögum til hliðar til að halda frið við Davíð og Halldór. Slík gerð heimtar, að þeir borgarar, sem annt er um lög og rétt, hafi kjark til að segja það upphátt, sem satt er. Nú hlustum við daglega á útvarpsauglýsingar aðnjótenda kerfisins, þar sem skorað er á alþingismenn og landsmenn að íhuga „af sanngirni" hugsanlegar afleiðingar þess að hrófla við því. Enginn auglýsir, að huga beri að grundvallarlögum og heilbrigðri landsstjórn, virða rétt lög og leitast við að koma á alvöru friði, þó að það kosti að segja sannleikann. Enginn auglýsir, að það hafa aldrei verið rök fyrir að hætta við að koma lögum yfir þjóf, að hann hafi komist undan með þýfið, veðsett það eða náð að koma því í verð (og í þessu tilfelli fer því víðs fjarri, að svo sé, þrátt fyrir allan áróður um annað, kennitöluflakk o. s. frv.). Enda eru engin hagsmunasamtök eða peningar þeim megin. Enginn ræðir eða spyr um tengsl kerfisins við það, sem gerðist jafnhliða og síðar [þ.e. hrunið, innskot mitt, ÞG]. Allt þetta er með þegjandi samkomulagi látið sagnfræðingum eftir." Samkomulagi hverra? – spyr ég. Ekki höfum við öll þagað. Lúðvík segir: „Stjórnmálamenn hafa hingað til yfirleitt ekki talið grundvallarreglur líklegar til að standa þeim fyrir þrifum. Úr því að þetta hafði verið gert, sennilega í fljótræði, var ekki um annað að ræða en að standa við það og halda áfram. Þeir hefðu átt að tala við lögfræðing fyrst um samræmið við þá stjórnarskrá, sem þeir vinna eið að; það kynni að hafa forðað dómurum í Hæstarétti frá því verki, sem þeir síðar töldu sig knúna til að vinna. Síðan var tækifærið notað til að komast undan með þýfið, í gegnum veðsetningar á aflaheimildum, sem þó kemur skýrlega fram í lögum, að eigi ekki að vera „eign" (og hvernig geta þá endurskoðendur fært kvótann til eignar á efnahagsreikningi? – mér er spurn). Hæstiréttur treysti sér ekki til að dæma þetta ólöglegt, þegar á reyndi. Þannig braut hann brýr að baki sér, og á því aðeins tvo kosti, annaðhvort að sitja við sinn keip eða játa því að vera handlangari stjórnmálamanna, þegar á reynir. Það munu dómararnir ekki hafa kjark til að gera. Því þurfa háskólamenn að koma til hjálpar, finna upp rök fyrir þessu eftir á, halda uppi ýmiss konar ruglingi til að leiða athygli frá kjarna málsins og ala upp nýja kynslóð lögfræðinga með ranghugmyndir. Umræðunni er stýrt, og rætt skal um aukaatriði. Það hefur alltaf verið aðferð ríkisins, og þrátt fyrir stjórnarskipti er ekki annað að sjá en að svo sé enn. Aðalatriði málsins – ólögleg mismunun – kom aldrei til tals af hálfu ríkisins í máli Arnar Snævars Sveinssonar og Erlings Sveins Haraldssonar fyrir mannréttindanefnd SÞ. Og svo er enn. Það eina, sem máli skiptir, má ekki minnast á, heldur skal látið eins og ekkert sé. Aðferðin er að láta árin líða og fela sagnfræðingum einum að fjalla um málið, þegar allt er um garð gengið. Fjölmiðlamenn hjálpa til, enda leita þeir mjög til talsmanna sérhagsmunasamtaka, stjórnmálamanna og auðsveipra erindreka hinnar nýju íslensku lögfræði. Einn þeirra sagði nýlega, að því miður væri ekki gerlegt að „samræma reglur um nýtingu auðlindar af þessu tagi félagslegu réttlæti"." Lúðvík botnar ræðu sína svo: „Mér og minni kynslóð lögfræðinga var kennt, að lögfræði væri „ars equi et boni", list jafnaðar og góðsemi. Lög eru einnig friðarins list, aðferð siðmenntaðra samfélaga til sátta og þá um leið til farsældar. Það er beinlínis hlutverk lögfræðinga að finna, setja og móta reglur, sem uppfylla þessar kröfur. Ég hef aldrei heyrt lögfræðing játa svo ömurlega uppgjöf sína fyrir hinu sanna hlutverki og tilgangi laga og réttar. Skýringin er nærtæk. Sem pólitískur erindreki á hann ekki þess kost að segja neitt annað. Ísland er ekki sjálfstætt ríki í þeim skilningi, að stofnanir okkar séu þess megnugar að koma í veg fyrir lögleysur, ef öflug sérhagsmunasamtök með stjórnmálamenn í þjónustu sinni vilja brjóta lögin. Alla vega hefur það ekki tekist enn." Ég segi eins og Lúðvík: Við þurfum nýja stjórnarskrá. Og við þurfum að fara eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Þegar Lúðvík Emil Kaaber héraðsdómslögmaður tekur til máls um lög og rétt, finnst mér vert að hlusta. Gefum honum orðið: „Ég hef orðað megineinkenni íslenskrar fiskveiðistjórnar þannig, að afmörkuðum hópi hafi, í kjölfar samninga milli stjórnmálamanna og útgerðarmanna, verið veittur „einkaréttur" til fiskveiða og „réttur" til að selja eða leigja öðrum landsmönnum hlutdeild í þeim „rétti" (gæsalöppunum er ætlað að undirstrika, að ekki getur verið um „rétt" að ræða, því að útvegun forréttinda af þessu tagi er bönnuð bæði í íslenskum og alþjóðlegum mannréttindalögum). Auðvitað eru aðrir menn ekki bundnir af slíku (þ.e. lagalega séð, en það er annað mál, og lögum og lögfræði óviðkomandi, hverju hægt er að halda uppi með ólöglegri kúgun – það er ekki mitt fag). Þetta einfalda atriði er eitt þeirra, sem sýna, hvernig upphafi kvótakerfisins var háttað. Og það er einnig skjalfest í Alþingistíðindum, í merkri ritgerð eftir Halldór Jónsson í Samfélagstíðindum, tímariti félagsfræðinema við Háskóla Íslands 1990, og víðar." Lúðvík heldur áfram: „Að minni hyggju skiptir ofangreint atriði, og ofangreint atriði eitt, höfuðmáli. Það er ekkert ólöglegt við framseljanlegar aflaheimildir í einkaeign, ef þær eru heiðarlega fengnar, án þess að stofnað sé til forréttinda. Það er hins vegar hagsmunamál kerfisins, að umræða takmarkist t.d. við það, hvort framseljanlegar aflaheimildir í einkaeign séu löglegar eða ólöglegar, svo lengi sem ekki er minnst á, hvernig þær eru til komnar. Og þess vegna, og einskis annars vegna, hafa íslenskir stjórnmálamenn og opinberir hagsmunaaðilar (þ.e. allir aðrir en almenningur, sem mætir afgangi, af því að hann er ekki í neinum sérhagsmunasamtökum) alltaf leitt þetta höfuðatriði hjá sér og látið eins og það sé ekki til. Það er aldrei rætt. Það, að þetta skuli aldrei vera rætt, er til marks um, að þeir stjórnmálamenn, sem nú ráða, treysta sér ekki til þess frekar en aðrir, þó að þeir hafi hátíðlega lofað að „fyrna" þýfið. Þeir vilja heldur halda frið við þá, sem þetta gerðu. Öll umræða fer fram á þeirri röngu grundvallarforsendu, að íslensk lög heimili ofangreinda ráðstöfun. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að afar hæpið sé að berjast gegn henni í von um árangur nema tala hreint út. LÍÚ mun segja það ganga uppreisn næst að gera svo. En uppreisnin – hún var fólgin í því að víkja stjórnskipunarlögum og alþjóðlegum mannréttindalögum til hliðar til að halda frið við Davíð og Halldór. Slík gerð heimtar, að þeir borgarar, sem annt er um lög og rétt, hafi kjark til að segja það upphátt, sem satt er. Nú hlustum við daglega á útvarpsauglýsingar aðnjótenda kerfisins, þar sem skorað er á alþingismenn og landsmenn að íhuga „af sanngirni" hugsanlegar afleiðingar þess að hrófla við því. Enginn auglýsir, að huga beri að grundvallarlögum og heilbrigðri landsstjórn, virða rétt lög og leitast við að koma á alvöru friði, þó að það kosti að segja sannleikann. Enginn auglýsir, að það hafa aldrei verið rök fyrir að hætta við að koma lögum yfir þjóf, að hann hafi komist undan með þýfið, veðsett það eða náð að koma því í verð (og í þessu tilfelli fer því víðs fjarri, að svo sé, þrátt fyrir allan áróður um annað, kennitöluflakk o. s. frv.). Enda eru engin hagsmunasamtök eða peningar þeim megin. Enginn ræðir eða spyr um tengsl kerfisins við það, sem gerðist jafnhliða og síðar [þ.e. hrunið, innskot mitt, ÞG]. Allt þetta er með þegjandi samkomulagi látið sagnfræðingum eftir." Samkomulagi hverra? – spyr ég. Ekki höfum við öll þagað. Lúðvík segir: „Stjórnmálamenn hafa hingað til yfirleitt ekki talið grundvallarreglur líklegar til að standa þeim fyrir þrifum. Úr því að þetta hafði verið gert, sennilega í fljótræði, var ekki um annað að ræða en að standa við það og halda áfram. Þeir hefðu átt að tala við lögfræðing fyrst um samræmið við þá stjórnarskrá, sem þeir vinna eið að; það kynni að hafa forðað dómurum í Hæstarétti frá því verki, sem þeir síðar töldu sig knúna til að vinna. Síðan var tækifærið notað til að komast undan með þýfið, í gegnum veðsetningar á aflaheimildum, sem þó kemur skýrlega fram í lögum, að eigi ekki að vera „eign" (og hvernig geta þá endurskoðendur fært kvótann til eignar á efnahagsreikningi? – mér er spurn). Hæstiréttur treysti sér ekki til að dæma þetta ólöglegt, þegar á reyndi. Þannig braut hann brýr að baki sér, og á því aðeins tvo kosti, annaðhvort að sitja við sinn keip eða játa því að vera handlangari stjórnmálamanna, þegar á reynir. Það munu dómararnir ekki hafa kjark til að gera. Því þurfa háskólamenn að koma til hjálpar, finna upp rök fyrir þessu eftir á, halda uppi ýmiss konar ruglingi til að leiða athygli frá kjarna málsins og ala upp nýja kynslóð lögfræðinga með ranghugmyndir. Umræðunni er stýrt, og rætt skal um aukaatriði. Það hefur alltaf verið aðferð ríkisins, og þrátt fyrir stjórnarskipti er ekki annað að sjá en að svo sé enn. Aðalatriði málsins – ólögleg mismunun – kom aldrei til tals af hálfu ríkisins í máli Arnar Snævars Sveinssonar og Erlings Sveins Haraldssonar fyrir mannréttindanefnd SÞ. Og svo er enn. Það eina, sem máli skiptir, má ekki minnast á, heldur skal látið eins og ekkert sé. Aðferðin er að láta árin líða og fela sagnfræðingum einum að fjalla um málið, þegar allt er um garð gengið. Fjölmiðlamenn hjálpa til, enda leita þeir mjög til talsmanna sérhagsmunasamtaka, stjórnmálamanna og auðsveipra erindreka hinnar nýju íslensku lögfræði. Einn þeirra sagði nýlega, að því miður væri ekki gerlegt að „samræma reglur um nýtingu auðlindar af þessu tagi félagslegu réttlæti"." Lúðvík botnar ræðu sína svo: „Mér og minni kynslóð lögfræðinga var kennt, að lögfræði væri „ars equi et boni", list jafnaðar og góðsemi. Lög eru einnig friðarins list, aðferð siðmenntaðra samfélaga til sátta og þá um leið til farsældar. Það er beinlínis hlutverk lögfræðinga að finna, setja og móta reglur, sem uppfylla þessar kröfur. Ég hef aldrei heyrt lögfræðing játa svo ömurlega uppgjöf sína fyrir hinu sanna hlutverki og tilgangi laga og réttar. Skýringin er nærtæk. Sem pólitískur erindreki á hann ekki þess kost að segja neitt annað. Ísland er ekki sjálfstætt ríki í þeim skilningi, að stofnanir okkar séu þess megnugar að koma í veg fyrir lögleysur, ef öflug sérhagsmunasamtök með stjórnmálamenn í þjónustu sinni vilja brjóta lögin. Alla vega hefur það ekki tekist enn." Ég segi eins og Lúðvík: Við þurfum nýja stjórnarskrá. Og við þurfum að fara eftir henni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun