Manchester og Hafnarfjörður Trausti Júlíusson skrifar 27. ágúst 2011 11:00 Ruddinn - I Need A Vacation. Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira