Stóru draumarnir? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, „ógeðslega flott hús", komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg. Fermingarfræðslan hófst í mörgum söfnuðum í liðinni viku. Í Neskirkju sóttu liðlega áttatíu ungmenni viku-sumarnámskeið. Hlátrar og óp þeirra hljómuðu, en líka skýrar spurningar, frumleg svör og samtöl. Þau voru vinnufús, snögg og öguð. Þau töluðu um trú, ábyrgð og eigið líf með opnum huga og sjálfstæði. Árgangurinn er frábær, sannkallað draumafólk. Hvað skyldu fermingarungmenni þrá mest? Í einu verkefninu var þeim ætlað að huga að sínum innri manni, skrifa fimm drauma eða vonir á blað. Svörin voru heiðarleg og sum kátleg. Mörg vonast til að verða afreksfólk eða atvinnumenn í íþróttum. Einn af hverjum fimm vill slá í gegn sem söngvari eða leikari. Einn þráir að vera borgarstjóri og annar forseti! Sex vilja eignast „geðveikt" hús. Fimmtán vilja verða rík, en samfara fjársókn kemur líka fram djúp umhyggja gagnvart öðrum og náttúrunni einnig. Siðferðisvitund og -áhersla er því greinileg. Hvað skyldi vera það, sem oftast var nefnt? Hið góða líf, góð fjölskylda, góður maki og hamingjan. Hver miðinn á fætur öðrum tjáir þær langanir, að fjölskyldan verði hamingjusöm, öllum líði vel og að í framtíðinni verði gott líf. „Mig dreymir um góða fjölskyldu." „Ég vil hamingju." „Ég vonast til að lifa heilbrigðu lífi." „Mig dreymir um, að vera alltaf hamingjusöm." „Mig dreymir að eignast góðan mann." Fermingarungmenni eru því fjölskyldu- og hamingjufólk. Áttu þér drauma? Hvað hindrar að þeir rætist? Martin Luther King átti sér draum, sem rættist af því hann barðist fyrir honum. Þegar fólk leyfir sér að dreyma, setur sér markmið og setur þar með kompásinn sinn, byrja vonir að uppfyllast. Draumar eru sterkir og rætast, en aðeins í fólki sem vitjar drauma sinna, tjáir þá og vinnur að þeim. Hvað gerir þú til að lifa vel? Þrá unga fólksins má verða hinum eldri hvatning til að vitja hamingjudrauma okkar. Unglingarnir þrá gleðilega fjölskyldu, góða menntun, samskipti, gæfuríka framtíð – hamingju en ekki dót. Er það ekki Guðsdraumurinn, sem situr í okkur öllum – frumþrá allra manna? Hvernig væri að heilsa hamingjunni? Og draumar þínir eru…? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, „ógeðslega flott hús", komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg. Fermingarfræðslan hófst í mörgum söfnuðum í liðinni viku. Í Neskirkju sóttu liðlega áttatíu ungmenni viku-sumarnámskeið. Hlátrar og óp þeirra hljómuðu, en líka skýrar spurningar, frumleg svör og samtöl. Þau voru vinnufús, snögg og öguð. Þau töluðu um trú, ábyrgð og eigið líf með opnum huga og sjálfstæði. Árgangurinn er frábær, sannkallað draumafólk. Hvað skyldu fermingarungmenni þrá mest? Í einu verkefninu var þeim ætlað að huga að sínum innri manni, skrifa fimm drauma eða vonir á blað. Svörin voru heiðarleg og sum kátleg. Mörg vonast til að verða afreksfólk eða atvinnumenn í íþróttum. Einn af hverjum fimm vill slá í gegn sem söngvari eða leikari. Einn þráir að vera borgarstjóri og annar forseti! Sex vilja eignast „geðveikt" hús. Fimmtán vilja verða rík, en samfara fjársókn kemur líka fram djúp umhyggja gagnvart öðrum og náttúrunni einnig. Siðferðisvitund og -áhersla er því greinileg. Hvað skyldi vera það, sem oftast var nefnt? Hið góða líf, góð fjölskylda, góður maki og hamingjan. Hver miðinn á fætur öðrum tjáir þær langanir, að fjölskyldan verði hamingjusöm, öllum líði vel og að í framtíðinni verði gott líf. „Mig dreymir um góða fjölskyldu." „Ég vil hamingju." „Ég vonast til að lifa heilbrigðu lífi." „Mig dreymir um, að vera alltaf hamingjusöm." „Mig dreymir að eignast góðan mann." Fermingarungmenni eru því fjölskyldu- og hamingjufólk. Áttu þér drauma? Hvað hindrar að þeir rætist? Martin Luther King átti sér draum, sem rættist af því hann barðist fyrir honum. Þegar fólk leyfir sér að dreyma, setur sér markmið og setur þar með kompásinn sinn, byrja vonir að uppfyllast. Draumar eru sterkir og rætast, en aðeins í fólki sem vitjar drauma sinna, tjáir þá og vinnur að þeim. Hvað gerir þú til að lifa vel? Þrá unga fólksins má verða hinum eldri hvatning til að vitja hamingjudrauma okkar. Unglingarnir þrá gleðilega fjölskyldu, góða menntun, samskipti, gæfuríka framtíð – hamingju en ekki dót. Er það ekki Guðsdraumurinn, sem situr í okkur öllum – frumþrá allra manna? Hvernig væri að heilsa hamingjunni? Og draumar þínir eru…?