Þröngir hagsmunir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. ágúst 2011 07:15 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingin var ekki nýmæli. Rökstuðningurinn var það hins vegar. Í viðtali við Vísi sagði Bjarni að tvennt hefði breytzt frá því að sótt var um aðild að ESB, en sjálfur var hann einu sinni hlynntur umsókn. Annars vegar ættu Íslendingar nóg með sitt, meðal annars glímuna við að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Hins vegar væru evruríkin í kapphlaupi við tímann að bjarga forsendum samstarfsins og ESB að þróast í „sambandsríki þar sem hvert og eitt aðildarríki þarf að gefa eftir af sínu forræði á sviði ríkisfjármála“. Um fyrri röksemdina er það að segja að flest ríki sem sótt hafa og samið um aðild að ESB hafa um leið verið upptekin af eigin vandamálum. Einhvern veginn hafa þau þó náð að sinna hvoru tveggja í einu. Oft hefur það markmið að verða aðildarríki sambandsins einmitt verið hvati til nauðsynlegra umbóta. Ef ríkisstjórnin væri til dæmis sammála innbyrðis um þetta markmið, mætti ætla að minni lausatök væru á ríkisfjármálunum. Um seinni röksemdina má segja að hún sé ný útgáfa af þeim útjöskuðu rökum sem notuð hafa verið gegn því að sækja um aðild að ESB undanfarin tuttugu ár eða svo; að framtíð sambandsins sé í svo mikilli óvissu að ekki sé rétti tíminn til að sækja um aðild. Evrópusambandið er hins vegar í stöðugri þróun. Í bráðum sextíu ára sögu þess hefur ýmislegt gengið á og samstarfið lent í alls konar uppnámi og kreppu. Árið 1992 sprakk til dæmis gengissamstarfið sem var undanfari evrunnar. Þá stóð ekki á spádómum um endalok ESB, að evran yrði aldrei að veruleika o.s.frv. Reyndin varð önnur. ESB-ríkin hafa að lokum jafnað ágreining og leyst úr vandamálum vegna þess sameiginlega mats að sameinuð séu þau sterkari en sundruð. Af sömu ástæðu hafa umsóknarríki ekki hlaupið upp til handa og fóta og slitið viðræðum. Þau hafa horft til langtímahagsmunanna af því að eiga aðild að þessu samstarfi. Skrýtið er að heyra forystumenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýna viðleitni ESB til að framfylgja þeim aga í ríkisfjármálum sem evruríkin undirgengust strax í upphafi og telja að hennar vegna eigi Ísland ekki heima í samstarfinu. Fyrir ríki sem hefur sitt á þurru í hagstjórninni, þar á meðal í ríkisfjármálum, er þessi agi ekki vandamál. Fyrir skussana er hann það hins vegar. Talandi um „forræði á sviði ríkisfjármála“ má rifja upp að eftir að Ísland klúðraði eigin efnahagsmálum fengum við fjárhagsaðstoð frá vina- og nágrannaríkjum, sem settu það skilyrði að við sýndum aga og ábyrgð með því að fylgja áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, meðal annars í ríkisfjármálum. Þannig getur „forræðið“ farið fyrir lítið, jafnvel þótt ríki séu ekki í ESB. Málflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins bendir því miður til að þar sé ekki horft til langtímahagsmuna og „ískalds hagsmunamats“ fyrir Ísland, heldur í mesta lagi fram í nóvember og þá til mun þrengri hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingin var ekki nýmæli. Rökstuðningurinn var það hins vegar. Í viðtali við Vísi sagði Bjarni að tvennt hefði breytzt frá því að sótt var um aðild að ESB, en sjálfur var hann einu sinni hlynntur umsókn. Annars vegar ættu Íslendingar nóg með sitt, meðal annars glímuna við að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Hins vegar væru evruríkin í kapphlaupi við tímann að bjarga forsendum samstarfsins og ESB að þróast í „sambandsríki þar sem hvert og eitt aðildarríki þarf að gefa eftir af sínu forræði á sviði ríkisfjármála“. Um fyrri röksemdina er það að segja að flest ríki sem sótt hafa og samið um aðild að ESB hafa um leið verið upptekin af eigin vandamálum. Einhvern veginn hafa þau þó náð að sinna hvoru tveggja í einu. Oft hefur það markmið að verða aðildarríki sambandsins einmitt verið hvati til nauðsynlegra umbóta. Ef ríkisstjórnin væri til dæmis sammála innbyrðis um þetta markmið, mætti ætla að minni lausatök væru á ríkisfjármálunum. Um seinni röksemdina má segja að hún sé ný útgáfa af þeim útjöskuðu rökum sem notuð hafa verið gegn því að sækja um aðild að ESB undanfarin tuttugu ár eða svo; að framtíð sambandsins sé í svo mikilli óvissu að ekki sé rétti tíminn til að sækja um aðild. Evrópusambandið er hins vegar í stöðugri þróun. Í bráðum sextíu ára sögu þess hefur ýmislegt gengið á og samstarfið lent í alls konar uppnámi og kreppu. Árið 1992 sprakk til dæmis gengissamstarfið sem var undanfari evrunnar. Þá stóð ekki á spádómum um endalok ESB, að evran yrði aldrei að veruleika o.s.frv. Reyndin varð önnur. ESB-ríkin hafa að lokum jafnað ágreining og leyst úr vandamálum vegna þess sameiginlega mats að sameinuð séu þau sterkari en sundruð. Af sömu ástæðu hafa umsóknarríki ekki hlaupið upp til handa og fóta og slitið viðræðum. Þau hafa horft til langtímahagsmunanna af því að eiga aðild að þessu samstarfi. Skrýtið er að heyra forystumenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýna viðleitni ESB til að framfylgja þeim aga í ríkisfjármálum sem evruríkin undirgengust strax í upphafi og telja að hennar vegna eigi Ísland ekki heima í samstarfinu. Fyrir ríki sem hefur sitt á þurru í hagstjórninni, þar á meðal í ríkisfjármálum, er þessi agi ekki vandamál. Fyrir skussana er hann það hins vegar. Talandi um „forræði á sviði ríkisfjármála“ má rifja upp að eftir að Ísland klúðraði eigin efnahagsmálum fengum við fjárhagsaðstoð frá vina- og nágrannaríkjum, sem settu það skilyrði að við sýndum aga og ábyrgð með því að fylgja áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, meðal annars í ríkisfjármálum. Þannig getur „forræðið“ farið fyrir lítið, jafnvel þótt ríki séu ekki í ESB. Málflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins bendir því miður til að þar sé ekki horft til langtímahagsmuna og „ískalds hagsmunamats“ fyrir Ísland, heldur í mesta lagi fram í nóvember og þá til mun þrengri hagsmuna.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun