Semja tónlist við Djúpið eftir Baltasar 17. ágúst 2011 09:00 Ben Frost og Daníel Bjarnason semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks en eðli málsins samkvæmt verður hún í dramatískum dúr. Fréttablaðið/GVA Tónskáldin Ben Frost og Daníel Bjarnason hafa verið ráðin til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust í skipsskaðanum en sagan um manninn sem sigraðist á hafinu hefur fylgt þjóðinni síðan. Ólafur Darri Ólafsson mun leika Guðlaug, en myndin verður frumsýnd síðar á þessu ári. „Ég bjó erlendis þegar þetta gerðist og ætli ég hafi ekki fyrst heyrt söguna af Guðlaugi þegar ég sá einleikinn hans Jóns Atla, hann var mjög áhrifaríkur og magnaður," segir Daníel í samtali við Fréttablaðið, en Jón Atli skrifar einmitt handritið að myndinni. Daníel hefur ekki gert mikið af því að semja tónlist fyrir kvikmyndir en Frost hefur öllu meiri reynslu á því sviðinu, samdi meðal annars tónlistina í kvikmyndinni Rokland. Þá sömdu Frost og Daníel tónverk undir áhrifum frá kvikmynd Andrei Tarkovsky, Solaris, sem var flutt á Listahátíð í Reykjavík fyrr á þessu ári. „Mér líst vel á þetta verkefni, það er skemmtilegt að fást við kvikmyndatónlist og þá sérstaklega mynd sem er svona sterk og áhrifamikil." Daníel viðurkennir jafnframt að tónlistin verði eðli málsins samkvæmt dramatísk. „Þetta er náttúrlega mögnuð saga sem þarna er verið að segja og merkileg." Daníel hefur í mörg horn að líta. Hann verður mikið að stjórna á þessu ári og er að semja fyrir tónleika í Los Angeles. Þá var hann að útsetja næstu plötu Sigur Rósar. Tónskáldið vill þó ekki gefa of mikið upp um hvað kom út úr því samstarfi. „Við höfum þekkst mjög lengi og það var mjög þægilegt að koma inn í þennan hóp. Ég hafði unnið með þeim eitt lag áður, sem var hugsað fyrir bíómynd. Þeir eru alltaf til í allt og reiðubúnir að prófa eitthvað nýtt." Hann staðfestir jafnframt að hljómsveitin sé að leita á ný mið á næstu plötu. „Fólk á alveg eftir að þekkja hljómsveitina en jú, þetta er skref í aðra átt." freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónskáldin Ben Frost og Daníel Bjarnason hafa verið ráðin til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust í skipsskaðanum en sagan um manninn sem sigraðist á hafinu hefur fylgt þjóðinni síðan. Ólafur Darri Ólafsson mun leika Guðlaug, en myndin verður frumsýnd síðar á þessu ári. „Ég bjó erlendis þegar þetta gerðist og ætli ég hafi ekki fyrst heyrt söguna af Guðlaugi þegar ég sá einleikinn hans Jóns Atla, hann var mjög áhrifaríkur og magnaður," segir Daníel í samtali við Fréttablaðið, en Jón Atli skrifar einmitt handritið að myndinni. Daníel hefur ekki gert mikið af því að semja tónlist fyrir kvikmyndir en Frost hefur öllu meiri reynslu á því sviðinu, samdi meðal annars tónlistina í kvikmyndinni Rokland. Þá sömdu Frost og Daníel tónverk undir áhrifum frá kvikmynd Andrei Tarkovsky, Solaris, sem var flutt á Listahátíð í Reykjavík fyrr á þessu ári. „Mér líst vel á þetta verkefni, það er skemmtilegt að fást við kvikmyndatónlist og þá sérstaklega mynd sem er svona sterk og áhrifamikil." Daníel viðurkennir jafnframt að tónlistin verði eðli málsins samkvæmt dramatísk. „Þetta er náttúrlega mögnuð saga sem þarna er verið að segja og merkileg." Daníel hefur í mörg horn að líta. Hann verður mikið að stjórna á þessu ári og er að semja fyrir tónleika í Los Angeles. Þá var hann að útsetja næstu plötu Sigur Rósar. Tónskáldið vill þó ekki gefa of mikið upp um hvað kom út úr því samstarfi. „Við höfum þekkst mjög lengi og það var mjög þægilegt að koma inn í þennan hóp. Ég hafði unnið með þeim eitt lag áður, sem var hugsað fyrir bíómynd. Þeir eru alltaf til í allt og reiðubúnir að prófa eitthvað nýtt." Hann staðfestir jafnframt að hljómsveitin sé að leita á ný mið á næstu plötu. „Fólk á alveg eftir að þekkja hljómsveitina en jú, þetta er skref í aðra átt." freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira