Höfum við efni á norrænni velferð? Ólafur Þ. stephensen skrifar 5. ágúst 2011 06:00 Gerð fjárlaga fyrir næsta ár verður ekki auðveldari en fjárlagagerðin í fyrra. Sennilega þarf að taka enn óvinsælli ákvarðanir en undanfarin ár, þótt mörgum hafi þótt glíman við hallarekstur ríkissjóðs erfið hingað til. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra vakti athygli á þessu í grein í Fréttablaðinu í gær og sagði ljóst að enn þyrfti að skera niður í ríkisrekstrinum. Víða væri komið að þolmörkum í skattlagningu og ekki auðvelt að minnka frekar fjárveitingar til óbreytts ríkisrekstrar. „Framundan er því að taka annars konar ákvarðanir – ákvarðanir um að breyta umgjörð ríkisrekstrar og því þjónustuframboði sem ríkið ábyrgist og stendur skil á úr sameiginlegum þjóðum,“ segir Árni Páll. Hann vill skilgreina umfang og grundvallarverkefni ríkisins þrengra en gert hefur verið. Þetta er svipaður tónn og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sló í viðtali við Fréttablaðið fyrir tæpu ári, þegar hann sagði að skilgreina þyrfti hlutverk ríkisins upp á nýtt. „Ef við forgangsröðum upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstaklingar – það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu,“ sagði Guðbjartur þá. Þessi áform velferðarráðherrans gengu reyndar ekki eftir í fjárlagavinnunni í fyrra. Þá varð niðurstaðan fyrst og fremst sú að reynt var að komast af með minna fé til að reka svipaða þjónustu og verið hefur. Ríkisstofnunum fækkaði vissulega með sameiningum, en fá eða engin verkefni sem þær hafa með höndum voru lögð niður og ríkisstarfsmönnum hefur ekki fækkað í samræmi við fækkun ríkisstofnananna. Hugsunin hjá þessum tveimur ráðherrum úr Samfylkingunni er þess vegna alveg rétt – lykillinn að árangri í glímunni við fjárlagahallann er að skilgreina hlutverk ríkisvaldsins þrengra. Það er auðvitað kaldhæðni sögunnar að það skuli vera vinstri stjórn sem situr uppi með það verkefni eftir að „hægri“- eða „frjálshyggju“-ríkisstjórnir þöndu umsvif ríkisins út. Vandinn er hins vegar sá að Árni Páll og Guðbjartur eru nánast ófáanlegir til að svara því skýrt hvaða stofnanir og verkefni ríkisins þeir eigi við. Kannski kemur það í ljós þegar hulunni verður svipt af nýju fjárlagafrumvarpi. Af ummælum Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu í dag má þó ráða að um þessa nálgun að vandanum ríki ekki samstaða í stjórnarliðinu. Steingrímur segir að ekki verði hróflað við velferðarþjónustunni og „norrænu velferðarsamfélagi“. Hagræðingin nú þýði ekki að verkefnum ríkisins fækki. En er það ekki einmitt vandinn sem núverandi stjórnvöld verða að horfast í augu við? Höfum við efni á allri sömu velferðarþjónustu og önnur norræn ríki við núverandi aðstæður – að minnsta kosti á meðan jafnhægt gengur að auka hagvöxt og umsvif í atvinnulífinu og raun ber vitni? Getur ekki verið að skera þurfi niður réttindi og þjónustu velferðarkerfisins, sem bætt var við í góðærinu; á meðan við reyndum að ljúga því að okkur að við værum ríkari en við erum, svo notuð séu orð fjármálaráðherrans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun
Gerð fjárlaga fyrir næsta ár verður ekki auðveldari en fjárlagagerðin í fyrra. Sennilega þarf að taka enn óvinsælli ákvarðanir en undanfarin ár, þótt mörgum hafi þótt glíman við hallarekstur ríkissjóðs erfið hingað til. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra vakti athygli á þessu í grein í Fréttablaðinu í gær og sagði ljóst að enn þyrfti að skera niður í ríkisrekstrinum. Víða væri komið að þolmörkum í skattlagningu og ekki auðvelt að minnka frekar fjárveitingar til óbreytts ríkisrekstrar. „Framundan er því að taka annars konar ákvarðanir – ákvarðanir um að breyta umgjörð ríkisrekstrar og því þjónustuframboði sem ríkið ábyrgist og stendur skil á úr sameiginlegum þjóðum,“ segir Árni Páll. Hann vill skilgreina umfang og grundvallarverkefni ríkisins þrengra en gert hefur verið. Þetta er svipaður tónn og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sló í viðtali við Fréttablaðið fyrir tæpu ári, þegar hann sagði að skilgreina þyrfti hlutverk ríkisins upp á nýtt. „Ef við forgangsröðum upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstaklingar – það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu,“ sagði Guðbjartur þá. Þessi áform velferðarráðherrans gengu reyndar ekki eftir í fjárlagavinnunni í fyrra. Þá varð niðurstaðan fyrst og fremst sú að reynt var að komast af með minna fé til að reka svipaða þjónustu og verið hefur. Ríkisstofnunum fækkaði vissulega með sameiningum, en fá eða engin verkefni sem þær hafa með höndum voru lögð niður og ríkisstarfsmönnum hefur ekki fækkað í samræmi við fækkun ríkisstofnananna. Hugsunin hjá þessum tveimur ráðherrum úr Samfylkingunni er þess vegna alveg rétt – lykillinn að árangri í glímunni við fjárlagahallann er að skilgreina hlutverk ríkisvaldsins þrengra. Það er auðvitað kaldhæðni sögunnar að það skuli vera vinstri stjórn sem situr uppi með það verkefni eftir að „hægri“- eða „frjálshyggju“-ríkisstjórnir þöndu umsvif ríkisins út. Vandinn er hins vegar sá að Árni Páll og Guðbjartur eru nánast ófáanlegir til að svara því skýrt hvaða stofnanir og verkefni ríkisins þeir eigi við. Kannski kemur það í ljós þegar hulunni verður svipt af nýju fjárlagafrumvarpi. Af ummælum Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu í dag má þó ráða að um þessa nálgun að vandanum ríki ekki samstaða í stjórnarliðinu. Steingrímur segir að ekki verði hróflað við velferðarþjónustunni og „norrænu velferðarsamfélagi“. Hagræðingin nú þýði ekki að verkefnum ríkisins fækki. En er það ekki einmitt vandinn sem núverandi stjórnvöld verða að horfast í augu við? Höfum við efni á allri sömu velferðarþjónustu og önnur norræn ríki við núverandi aðstæður – að minnsta kosti á meðan jafnhægt gengur að auka hagvöxt og umsvif í atvinnulífinu og raun ber vitni? Getur ekki verið að skera þurfi niður réttindi og þjónustu velferðarkerfisins, sem bætt var við í góðærinu; á meðan við reyndum að ljúga því að okkur að við værum ríkari en við erum, svo notuð séu orð fjármálaráðherrans?
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun