Amy Winehouse ýtti Bubba út í sálartónlist 31. júlí 2011 13:30 Bubbi Morthens segir Amy Winehouse hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og að hún hafi sparkað honum út í sálartónlistina. Mynd/Stefán Karlsson „Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka
Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira