Diplómati rappar um ömmu sína og Smáralind 14. júlí 2011 10:00 Jónas Haraldsson hefur gefið út plötuna Collective Works vol.2. Á henni er að finna sjö hip-hop lög og þrjú rapplög, en textarnir fjalla ekki um eiturlyf og bíla. fréttablaðið/stefán „Þessi diskur hefur blundað í mér í mörg ár,“ segir Jónas Haraldsson, tónlistarmaður, starfsmaður utanríkisráðuneytisins og stundakennari við Háskóla Íslands. Jónas hefur gefið út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu The Adventures. Plata Jónasar heitir Collected Works Vol. 2 en á henni eru sjö hip-hop og þrjú rapplög. „Ég hef lengi verið að gera tónlist en á síðustu árum hef ég náð að gera lög sem mér finnst í lagi, svo ég ákvað bara að láta á þetta reyna og hafa gaman af,“ segir Jónas. „Platan er í raun safndiskur. Ég hef verið að safna lögum undanfarin ár, en fyrsta lagið á disknum er frá 2004 og það síðasta frá 2011.“ Spurður hvort hann hafi áður gefið út disk sem ber nafnið Collected Works Vol. 1, svarar Jónas því neitandi. „Sá diskur er ekki ennþá kominn út. Ég ákvað að vinda mér bara beint í Vol. 2,“ segir Jónas í léttum dúr. Collected Work Vol. 2 er hins vegar í boði á vef Gogoyoko og þar er bæði hægt að hlusta og kaupa, en sjálfur geisladiskurinn kemur út á næstunni. Jónas vinnur hjá þróunarsviði Utanríkisráðuneytisins ásamt því að kenna valfag í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það er því vert að spyrja Jónas hvernig hann tvinni þessi störf við lagasmíðarnar og rappið. „Þetta tvinnast nú ekkert sérstaklega saman. Tónlistin er eitthvað sem ég geri á kvöldin þegar ég kem heim. Það er oft ekki mikið að gera þegar maður býr einn. Þá er fínt að setjast við tölvuna og gera tónlist,“ segir Jónas. Textasmíðarnar eru þó ekkert í líkingu við það sem maður heyrir hinn almenna rappara fjalla um. Í laginu „Atvinnukærasti“ rappar Jónas um að honum finnist gaman í Smáralind, hann hringi reglulega í ömmu sína og að hann eigi engar sögur af eiturlyfjum eða bílum. „Ég hringi í alvöru reglulega í ömmu mína og mér finnst gaman í Smáralind. Ég á heldur ekki bíl,“ segir Jónas, sem segist þó ekki sjálfur vera atvinnukærasti. „Ég er bara venjulegur strákur í venjulegri vinnu. Mér finnst alveg óþarfi að búa til einhverja glansímynd af einhverju sem er ekki, enda getur þetta verið fyndið og skemmtilegt líka.“ kristjana@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þessi diskur hefur blundað í mér í mörg ár,“ segir Jónas Haraldsson, tónlistarmaður, starfsmaður utanríkisráðuneytisins og stundakennari við Háskóla Íslands. Jónas hefur gefið út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu The Adventures. Plata Jónasar heitir Collected Works Vol. 2 en á henni eru sjö hip-hop og þrjú rapplög. „Ég hef lengi verið að gera tónlist en á síðustu árum hef ég náð að gera lög sem mér finnst í lagi, svo ég ákvað bara að láta á þetta reyna og hafa gaman af,“ segir Jónas. „Platan er í raun safndiskur. Ég hef verið að safna lögum undanfarin ár, en fyrsta lagið á disknum er frá 2004 og það síðasta frá 2011.“ Spurður hvort hann hafi áður gefið út disk sem ber nafnið Collected Works Vol. 1, svarar Jónas því neitandi. „Sá diskur er ekki ennþá kominn út. Ég ákvað að vinda mér bara beint í Vol. 2,“ segir Jónas í léttum dúr. Collected Work Vol. 2 er hins vegar í boði á vef Gogoyoko og þar er bæði hægt að hlusta og kaupa, en sjálfur geisladiskurinn kemur út á næstunni. Jónas vinnur hjá þróunarsviði Utanríkisráðuneytisins ásamt því að kenna valfag í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það er því vert að spyrja Jónas hvernig hann tvinni þessi störf við lagasmíðarnar og rappið. „Þetta tvinnast nú ekkert sérstaklega saman. Tónlistin er eitthvað sem ég geri á kvöldin þegar ég kem heim. Það er oft ekki mikið að gera þegar maður býr einn. Þá er fínt að setjast við tölvuna og gera tónlist,“ segir Jónas. Textasmíðarnar eru þó ekkert í líkingu við það sem maður heyrir hinn almenna rappara fjalla um. Í laginu „Atvinnukærasti“ rappar Jónas um að honum finnist gaman í Smáralind, hann hringi reglulega í ömmu sína og að hann eigi engar sögur af eiturlyfjum eða bílum. „Ég hringi í alvöru reglulega í ömmu mína og mér finnst gaman í Smáralind. Ég á heldur ekki bíl,“ segir Jónas, sem segist þó ekki sjálfur vera atvinnukærasti. „Ég er bara venjulegur strákur í venjulegri vinnu. Mér finnst alveg óþarfi að búa til einhverja glansímynd af einhverju sem er ekki, enda getur þetta verið fyndið og skemmtilegt líka.“ kristjana@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp