Plata sem byggir brú Trausti Júlíusson skrifar 7. júlí 2011 11:00 Lögreglukórinn, Gas. Tónlist. GAS. Lögreglukórinn Það hefði sennilega fáum dottið það í hug þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst að Lögreglukórinn ætti eftir að syngja lög eftir Hörð Torfason inn á plötu. En það er nú samt staðreynd. Á plötunni GAS (Góðir alþýðusöngvar) eru ellefu lög eftir nokkra af þeim íslensku trúbadorum sem hafa verið hvað duglegastir að gagnrýna valdhafana og berjast gegn óréttlæti. Höfundarnir eru, auk Harðar: Bergþóra Árnadóttir, Bubbi, KK, Megas og Magnús Þór Sigmundsson og svo eru líka textar eftir Stein Steinar, Sigurð Nordal og Laufeyju Jakobsdóttur. Nafn plötunnar (og umslag) sýnir líka að löggur geta vel haft húmor fyrir sjálfum sér. GAS er auðvitað bein tilvísun í ákveðið atvik í nýlegri mótmælaöldu. En það er ekki bara nafnið og lagavalið sem er ferskt á plötunni. Útsetningarnar eru líka óvenjulegar fyrir kóraplötu. Þetta er poppplata. Lögin eru flutt af einvala liði hljóðfæraleikara (Ómari Guðjóns, Samma, Steingrími Teague, Helga Svavari og Kjartani Hákonar...) og gestasöngvarar syngja forsöng í flestum lögunum, þar á meðal Sigríður Thorlacius, Jónas Sigurðsson, Sigtryggur Baldursson og Sigurður Guðmundsson. Kórinn raddar svo og sér alfarið um sönginn í lögunum Ást, Heiður bæjarins, Kveðja og Tvær stjörnur. Þetta er mjög vel heppuð plata. Lagavalið er frábært. Hver perlan rekur aðra. Auk fyrrnefndra laga eru m.a. á plötunni Verkamaðurinn, Hver hefur rétt, Englar himins, Um siðgæði, Þingmannagæla og Lífsbókin sem Steingrímur Teague syngur einstaklega vel. Á heildina litið er GAS skemmtileg og óvænt plata sem byggir brú á milli lögreglunnar og lýðsins. Það ætti kannski ekki að þurfa þar sem löggur eru jú hluti alþýðunnar, en GAS er góð leið til að minna á það! Niðurstaða: Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. GAS. Lögreglukórinn Það hefði sennilega fáum dottið það í hug þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst að Lögreglukórinn ætti eftir að syngja lög eftir Hörð Torfason inn á plötu. En það er nú samt staðreynd. Á plötunni GAS (Góðir alþýðusöngvar) eru ellefu lög eftir nokkra af þeim íslensku trúbadorum sem hafa verið hvað duglegastir að gagnrýna valdhafana og berjast gegn óréttlæti. Höfundarnir eru, auk Harðar: Bergþóra Árnadóttir, Bubbi, KK, Megas og Magnús Þór Sigmundsson og svo eru líka textar eftir Stein Steinar, Sigurð Nordal og Laufeyju Jakobsdóttur. Nafn plötunnar (og umslag) sýnir líka að löggur geta vel haft húmor fyrir sjálfum sér. GAS er auðvitað bein tilvísun í ákveðið atvik í nýlegri mótmælaöldu. En það er ekki bara nafnið og lagavalið sem er ferskt á plötunni. Útsetningarnar eru líka óvenjulegar fyrir kóraplötu. Þetta er poppplata. Lögin eru flutt af einvala liði hljóðfæraleikara (Ómari Guðjóns, Samma, Steingrími Teague, Helga Svavari og Kjartani Hákonar...) og gestasöngvarar syngja forsöng í flestum lögunum, þar á meðal Sigríður Thorlacius, Jónas Sigurðsson, Sigtryggur Baldursson og Sigurður Guðmundsson. Kórinn raddar svo og sér alfarið um sönginn í lögunum Ást, Heiður bæjarins, Kveðja og Tvær stjörnur. Þetta er mjög vel heppuð plata. Lagavalið er frábært. Hver perlan rekur aðra. Auk fyrrnefndra laga eru m.a. á plötunni Verkamaðurinn, Hver hefur rétt, Englar himins, Um siðgæði, Þingmannagæla og Lífsbókin sem Steingrímur Teague syngur einstaklega vel. Á heildina litið er GAS skemmtileg og óvænt plata sem byggir brú á milli lögreglunnar og lýðsins. Það ætti kannski ekki að þurfa þar sem löggur eru jú hluti alþýðunnar, en GAS er góð leið til að minna á það! Niðurstaða: Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira