Heillandi heimstónlistarblanda Trausti Júlíusson skrifar 30. júní 2011 11:00 Tónleikar Afrocubism í Hörpu voru vel heppnaðir. Fréttablaðið/HAG Tónleikar. Afrocubism. Eldborg í Hörpu 28. júní. Eldborgarsalurinn var þéttsetinn þegar Afrocubism var kynnt á svið klukkan hálf tíu á þriðjudagskvöldið. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan átta en seinkunin var að sögn vegna þrumuveðurs í London sem raskaði flugumferð. Tafir af þessu tagi eru alltaf hvimleiðar fyrir alla, nema kannski veitingamenn í Hörpu sem fengu óvænt meira að gera. Það varð hins vegar strax ljóst þegar sveitin hóf leik sinn að þessir tónleikar yrðu alveg biðarinnar virði. Þrettán manns voru á sviðinu, sjö Kúbumenn og sex frá Malí. Hljómsveitarstjórinn og gítarleikarinn Eliades Ochoa og Kasse Mady Diabaté sáu um sönginn en annars skiptust hlutverk í grunninn þannig að Kúbumennirnir sáu um ryþmann í bakgrunninum á meðan Malíbúarnir sýndu færni sína með sólóum í forgrunninum. Og þetta voru mikil tilþrif. Gítarleikarinn Djelimady Tounkara fór á kostum og sýndi lítil þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið fimmtíu ár í bransanum. Lútuleikarinn Bassekou Kouyate átti líka góða spretti og það sama má segja um sílófónleikarann Fode Lassana Diabaté og Baba Sissoko sem spilaði á hefðbundin afrísk ásláttarhljóðfæri, m.a. „talandi trommu“. Það var helst að manni fyndist stórstjarnan Toumani Diabaté hafa sig full lítið í frammi. Hann virtist þreytulegur en sýndi samt flott tilþrif á belghörpuna af og til. Afrocubism flutti lög af samnefndri plötu. Það kemur ekki á óvart að það er ennþá meiri upplifun að heyra og sjá þessa tónlist flutta á tónleikum. Samruni kúbönsku og malísku tónlistarinnar kom mjög vel út. Mýktin og sveiflan frá Kúbumönnunum er grunnurinn í blöndunni, en svo bæta Malíbúarnir hljóðheimi gömlu afrísku hljóðfæranna ofan á og útkoman er bæði sérstök og sannfærandi. Mikið hefur verið talað um hljómburðinn í Hörpunni. Hann var fínn á þessum tónleikum, a.m.k. þar sem ég sat aftarlega í salnum. Maður heyrði vel í öllum hljóðfærunum. Stemningin á tónleikunum var nokkuð góð en það er alltaf spurning þegar um svona dans og dillivæna tónlist er að ræða hvort það henti að hafa eingöngu sæti. Sumir hefðu viljað hreyfa sig. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar og gaman að fá tækifæri til að upplifa þessa snillinga í návígi. Niðurstaða: Þrátt fyrir seinkun skilaði stjörnum prýdd sveit Afrocubism fínum tónleikum í Eldborg á þriðjudagskvöldið. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónleikar. Afrocubism. Eldborg í Hörpu 28. júní. Eldborgarsalurinn var þéttsetinn þegar Afrocubism var kynnt á svið klukkan hálf tíu á þriðjudagskvöldið. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan átta en seinkunin var að sögn vegna þrumuveðurs í London sem raskaði flugumferð. Tafir af þessu tagi eru alltaf hvimleiðar fyrir alla, nema kannski veitingamenn í Hörpu sem fengu óvænt meira að gera. Það varð hins vegar strax ljóst þegar sveitin hóf leik sinn að þessir tónleikar yrðu alveg biðarinnar virði. Þrettán manns voru á sviðinu, sjö Kúbumenn og sex frá Malí. Hljómsveitarstjórinn og gítarleikarinn Eliades Ochoa og Kasse Mady Diabaté sáu um sönginn en annars skiptust hlutverk í grunninn þannig að Kúbumennirnir sáu um ryþmann í bakgrunninum á meðan Malíbúarnir sýndu færni sína með sólóum í forgrunninum. Og þetta voru mikil tilþrif. Gítarleikarinn Djelimady Tounkara fór á kostum og sýndi lítil þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið fimmtíu ár í bransanum. Lútuleikarinn Bassekou Kouyate átti líka góða spretti og það sama má segja um sílófónleikarann Fode Lassana Diabaté og Baba Sissoko sem spilaði á hefðbundin afrísk ásláttarhljóðfæri, m.a. „talandi trommu“. Það var helst að manni fyndist stórstjarnan Toumani Diabaté hafa sig full lítið í frammi. Hann virtist þreytulegur en sýndi samt flott tilþrif á belghörpuna af og til. Afrocubism flutti lög af samnefndri plötu. Það kemur ekki á óvart að það er ennþá meiri upplifun að heyra og sjá þessa tónlist flutta á tónleikum. Samruni kúbönsku og malísku tónlistarinnar kom mjög vel út. Mýktin og sveiflan frá Kúbumönnunum er grunnurinn í blöndunni, en svo bæta Malíbúarnir hljóðheimi gömlu afrísku hljóðfæranna ofan á og útkoman er bæði sérstök og sannfærandi. Mikið hefur verið talað um hljómburðinn í Hörpunni. Hann var fínn á þessum tónleikum, a.m.k. þar sem ég sat aftarlega í salnum. Maður heyrði vel í öllum hljóðfærunum. Stemningin á tónleikunum var nokkuð góð en það er alltaf spurning þegar um svona dans og dillivæna tónlist er að ræða hvort það henti að hafa eingöngu sæti. Sumir hefðu viljað hreyfa sig. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar og gaman að fá tækifæri til að upplifa þessa snillinga í návígi. Niðurstaða: Þrátt fyrir seinkun skilaði stjörnum prýdd sveit Afrocubism fínum tónleikum í Eldborg á þriðjudagskvöldið.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira