Að dreifa eymdinni sem jafnast Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. júní 2011 07:00 Eftir að hópur hagfræðinga gaf frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnuninni falleinkunn er viðkvæðið í stjórnarliðinu, einkum hjá þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna, að málið snúist um „fleira en hagfræði“. Með því er í raun verið að segja að ekki eigi að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta mögulega hætti. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, sagði í fréttum RÚV í gær að hagræðing í sjávarútvegi mætti ekki bitna á byggðum landsins. Hér í blaðinu í dag segir hún að landshlutar sem liggi vel að fiskimiðunum verði að geta treyst því að þeir geti byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Lilja Rafney bergmálar algengt sjónarmið í sjávarbyggðum sem urðu til vegna nálægðar við fiskimiðin þegar menn sóttu sjóinn á smábátum. Þar hafa menn gjarnan verið steinhissa þegar kvótinn hefur horfið í hendur fyrirtækja sem geta veitt fiskinn með hagkvæmari hætti. En þá gleymist líka að nálægð við miðin er ekki lengur ráðandi þáttur í rekstri margra sjávarútvegsfyrirtækja, meðal annars vegna tækniframfara. Margt fleira kemur til; það er til dæmis ekki þar með sagt að útgerðarmaðurinn sem er næstur miðunum sé sá útsjónarsamasti í rekstri. Stjórnarliðar láta eins og hægt sé að tefla byggðasjónarmiðinu fram gegn hagkvæmnissjónarmiði hagfræðinganna. En hagfræðingahópurinn fjallar einmitt ýtarlega um byggðasjónarmið í skýrslu sinni. Um úthlutun byggðakvóta segir hann til dæmis að hún sé eingöngu til eins fiskveiðiárs í senn og engin fyrirtæki geti því byggt atvinnustarfsemi á henni. Atvinnuöryggi verði ekki byggt á slíkri pólitískri skammtímaúthlutun, sem nýtist fyrst og fremst til að draga tímabundið úr áföllum en ekki til að tryggja atvinnu til lengri tíma. Hagfræðingarnir benda á að byggðakvóti dragi úr heildarhagkvæmni veiða. „Ef útgerð í ákveðnu byggðarlagi væri samkeppnisfær mundi hún geta haldið í þær veiðiheimildir sem hún hefur haft. Það að úthluta veiðiheimildum sérstaklega til útgerða sem lotið hafa í lægra haldi i samkeppni um veiðiheimildir er líklegt til að draga úr heildarhagkvæmni útgerðarinnar,“ segja hagfræðingarnir. Þeir segja að miklu nær væri að taka gjald af útgerðinni og endurúthluta fé til illa staddra byggðarlaga en að fela raunverulegan kostnað þjóðfélagsins af byggðastefnunni með því að fella hana inn í fiskveiðistjórnunina. Vald ráðherra til úthlutunar byggðakvóta bjóði þar að auki heim hættunni á pólitískri spillingu. Takmarkanir framsals á kvóta eru einnig réttlættar með byggðasjónarmiðum. En þegar menn leggjast gegn því að kvóti fari milli byggðarlaga, til þess sem getur veitt hann með hagkvæmustum hætti, taka þeir sérhagsmuni einstakra byggðarlaga fram yfir heildarhagsmuni greinarinnar og þar með landsbyggðarinnar í heild. Afstaða stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórnarmálinu er því miður í takt við önnur stefnumál þeirra. Þeir eru andvígir því að reynt sé að stækka verðmætakökuna sem til skiptanna er eins og mögulegt er. Þeir eru hins vegar mjög uppteknir af því hvernig hægt sé að dreifa eymdinni sem jafnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Eftir að hópur hagfræðinga gaf frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnuninni falleinkunn er viðkvæðið í stjórnarliðinu, einkum hjá þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna, að málið snúist um „fleira en hagfræði“. Með því er í raun verið að segja að ekki eigi að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta mögulega hætti. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, sagði í fréttum RÚV í gær að hagræðing í sjávarútvegi mætti ekki bitna á byggðum landsins. Hér í blaðinu í dag segir hún að landshlutar sem liggi vel að fiskimiðunum verði að geta treyst því að þeir geti byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Lilja Rafney bergmálar algengt sjónarmið í sjávarbyggðum sem urðu til vegna nálægðar við fiskimiðin þegar menn sóttu sjóinn á smábátum. Þar hafa menn gjarnan verið steinhissa þegar kvótinn hefur horfið í hendur fyrirtækja sem geta veitt fiskinn með hagkvæmari hætti. En þá gleymist líka að nálægð við miðin er ekki lengur ráðandi þáttur í rekstri margra sjávarútvegsfyrirtækja, meðal annars vegna tækniframfara. Margt fleira kemur til; það er til dæmis ekki þar með sagt að útgerðarmaðurinn sem er næstur miðunum sé sá útsjónarsamasti í rekstri. Stjórnarliðar láta eins og hægt sé að tefla byggðasjónarmiðinu fram gegn hagkvæmnissjónarmiði hagfræðinganna. En hagfræðingahópurinn fjallar einmitt ýtarlega um byggðasjónarmið í skýrslu sinni. Um úthlutun byggðakvóta segir hann til dæmis að hún sé eingöngu til eins fiskveiðiárs í senn og engin fyrirtæki geti því byggt atvinnustarfsemi á henni. Atvinnuöryggi verði ekki byggt á slíkri pólitískri skammtímaúthlutun, sem nýtist fyrst og fremst til að draga tímabundið úr áföllum en ekki til að tryggja atvinnu til lengri tíma. Hagfræðingarnir benda á að byggðakvóti dragi úr heildarhagkvæmni veiða. „Ef útgerð í ákveðnu byggðarlagi væri samkeppnisfær mundi hún geta haldið í þær veiðiheimildir sem hún hefur haft. Það að úthluta veiðiheimildum sérstaklega til útgerða sem lotið hafa í lægra haldi i samkeppni um veiðiheimildir er líklegt til að draga úr heildarhagkvæmni útgerðarinnar,“ segja hagfræðingarnir. Þeir segja að miklu nær væri að taka gjald af útgerðinni og endurúthluta fé til illa staddra byggðarlaga en að fela raunverulegan kostnað þjóðfélagsins af byggðastefnunni með því að fella hana inn í fiskveiðistjórnunina. Vald ráðherra til úthlutunar byggðakvóta bjóði þar að auki heim hættunni á pólitískri spillingu. Takmarkanir framsals á kvóta eru einnig réttlættar með byggðasjónarmiðum. En þegar menn leggjast gegn því að kvóti fari milli byggðarlaga, til þess sem getur veitt hann með hagkvæmustum hætti, taka þeir sérhagsmuni einstakra byggðarlaga fram yfir heildarhagsmuni greinarinnar og þar með landsbyggðarinnar í heild. Afstaða stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórnarmálinu er því miður í takt við önnur stefnumál þeirra. Þeir eru andvígir því að reynt sé að stækka verðmætakökuna sem til skiptanna er eins og mögulegt er. Þeir eru hins vegar mjög uppteknir af því hvernig hægt sé að dreifa eymdinni sem jafnast.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun