Guðinn sem brást Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. júní 2011 10:00 Við veltum því stundum fyrir okkur hvaðan þeir komu útrásarvíkingarnir, hvernig þeir urðu svona miklir asnar. Hvaðan komu þeir? Því er jafn fljótsvarað og það er erfitt að horfast í augu við það: Útrásarvíkingarnir komu úr íslenska þjóðardjúpinu en ekki frá tunglinu. Þetta voru krakkar aldir upp í Vesturbænum og Breiðholtinu, frá Stykkishólmi, Ísafirði, Garðabæ. Úr íslenska skólakerfinu. Þeir koma úr alls konar fjölskyldum og upp til hópa voru þetta vel menntaðir, vel gefnir krakkar. En með höfuðið fullt af órum og ranghugmyndum; grillum um eitthvert áskapað ágæti Íslendinga, ágæti þess að fylgja ekki mannasiðum, ágæti þess að taka alltaf lán en greiða aldrei neitt, ágæti þess að hugsa ekki áður en maður tekur ákvarðanir. Lestir voru gerðir að dyggðum í þeirri hugmyndafræði sem þeim var innrætt. Bláu varðliðarnirAfdrifaríkust var sú ranghugmynd þessara krakka að alla hluti ætti að leysa á forsendum markaðskerfisins og engum öðrum; annar dómari væri óhugsandi en markaðurinn, aðrar lausnir óhugsandi en markaðslausnir, annar þankagangur óhugsandi en markaðshyggjan. Markaðurinn væri vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þau streymdu út úr skólunum uppfull af þessum hugsjónum eins og litlir bláir varðliðar. Þessi tryllta markaðshyggja lá að sumu leyti í loftinu en hún átti sér sína talsmenn, sína páfa. Í bókinni Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson – einn æðsta mann Kaupþings og útrásarfursta í Bretlandi – er að finna kafla þar sem Ármann segir frá mótunarárunum fyrir útrásina. Meðan Ármann var leitandi sál og badmintonstjarna stundaði hann nám við Háskóla Íslands í sagnfræði – eins og sumir gera til að leysa lífsgátuna – og þar segir hann frá því að einn kennarinn hafi öðrum fremur haft áhrif á það í hverja átt hugur hans hneigðist: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hannes hefur um árabil verið mikill æskulýðsfrömuður innan Háskólans – ekki síst í stjórnmálafræði þar sem margir árgangar af ungmennum hafa setið við fótskör hans og numið af honum fræðin: sem er ofsafengin markaðshyggja, reiðareksstefna í efnahagsmálum, samkvæmt þeirri hugmynd að markaðurinn leiðrétti sig ævinlega sjálfur vegna síns guðlega eðlis; peningaraflið – auðvaldið – skuli ævinlega ráða enda leiti peningarnir þangað sem þeir nýtast best. Hannes Hólmsteinn hefur þannig innprentað heilu árgöngunum af nemendum við Háskóla Íslands að þeir geti gert það sem þeim sýnist í viðskiptum, svo fremi sem þeir gangi á vegum hins frjálsa markaðar – enda muni hann refsa þeim ef þau víki af rétta veginum, vegna síns guðlega eðlis. En ekki nóg með það: Hannes var líka áhrifamesti ráðgjafi ríkisstjórna Íslands um efnahagsmál á síðasta áratug 20. aldar og fram eftir nýrri öld, var sá maður sem að öðrum ólöstuðum átti ríkastan þátt í að leggja grunninn að því þjóðfélagi sem hrundi í október árið 2008 – og því andrúmslofti sem var allsráðandi fram að falli, sjálfumglaðri, hrokafullri og allt að því nautnasjúkri auðhyggjunni. Hann var páfi auðhyggjunnar. Eru mannætur í VG?Frá hruni hefur Hannes verið við sama heygarðshornið. Hann hefur skrifað reglulega pistla á vefsvæði sem heitir pressan.is og mun á vegum einhverra útrásarvíkinga. Mér telst svo til að pistlar Hannesar á þessu tímabili séu lauslega talið um það bil þrír og er þá ótalið ýmisleg orðarusl og smælki – en hann hefur verið þeim mun duglegri að birta þá aftur og aftur. Fyrsti pistillinn fjallar um kaupmann úr Sjálfstæðisflokknum á Seltjarnarnesi sem stofnaði lágvöruverslun sem þróaðist svo samkvæmt lögmálum hins óhefta markaðskerfis á undraskjótum tíma yfir í að verða einokunarhringur í nánast öllu sem hægt er að versla með á Íslandi; grein Hannesar um þennan kaupmann og son hans fjallar samt ekki um það hversu dásamlegur vitnisburður þetta sé um skilvirkni markaðarins, heldur að téðir kaupmannsfeðgar hafi misnotað sér góðar gjafir Davíðs og markaðarins, sem í huga Hannesar jafngildir sennilega því sama. Grein númer tvö eftir Hannes á pressan.is fjallar um að VG sé Rússneski kommúnistaflokkurinn og að forráðamenn VG séu mannætur og stundi hér stalínískar hreinsanir: hyggist þannig skjóta Geir Haarde að afloknum sýndarréttarhöldum, rétt eins og íslenskir kommúnistar hafi gert um árabil líkt og Þór Whitehead hafi sannað. Þriðja greinin fjallar svo um það hversu góður rithöfundur Einar Már Guðmundsson sé – ólíkt öðrum höfundum sem ekki hafa fallist á að Davíð Oddsson sé sólin og hugmyndir hans jafngildi hinstu rökum tilverunnar. Það hlýtur að vera gaman fyrir Einar Má að hafa slíka loftungu sér við eyra. Eitt er að Hannes Hólmsteinn skuli enn vera svona staffírugur. Að hann skuli enn þverskallast við að horfast í augu við guðinn sem brást – markaðinn – gjaldþrot þeirrar stefnu sem hann átti drýgstan þátt í sjálfur að koma hér á. Væri maður jafn ófyrirleitinn og hann í að draga upp sögulegar hliðstæður mætti líkja þessu við að Goebbels hefði eftir fall nasismans haldið áfram iðju sinni og reynt að sannfæra fólk um að allt hefði þetta verið Krupp-samsteypunni að kenna. Hitt er verra, og satt að segja óskiljanlegt, að Háskóli Íslands láti sér sæma að veita þessum manni óheftan aðgang að æskufólki þessa lands, til að fylla höfuð þess af órum og ranghugmyndum – ekki síst eftir að hann varð uppvís að einhverjum stórfelldasta ritstuldi Íslandssögunnar – en það var víst allt bara frá kommúnistum. Nú geisar orrustan um söguna. Hvernig hrunið skal túlkað: brást kerfið sem Hannes og félagar komu hér á eða brugðust einstaklingar í fullkomnu kerfi? Því er auðsvarað. Útrásardólgarnir voru ekki óvinir markaðshyggjunnar. Þeir voru afleiðing hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Við veltum því stundum fyrir okkur hvaðan þeir komu útrásarvíkingarnir, hvernig þeir urðu svona miklir asnar. Hvaðan komu þeir? Því er jafn fljótsvarað og það er erfitt að horfast í augu við það: Útrásarvíkingarnir komu úr íslenska þjóðardjúpinu en ekki frá tunglinu. Þetta voru krakkar aldir upp í Vesturbænum og Breiðholtinu, frá Stykkishólmi, Ísafirði, Garðabæ. Úr íslenska skólakerfinu. Þeir koma úr alls konar fjölskyldum og upp til hópa voru þetta vel menntaðir, vel gefnir krakkar. En með höfuðið fullt af órum og ranghugmyndum; grillum um eitthvert áskapað ágæti Íslendinga, ágæti þess að fylgja ekki mannasiðum, ágæti þess að taka alltaf lán en greiða aldrei neitt, ágæti þess að hugsa ekki áður en maður tekur ákvarðanir. Lestir voru gerðir að dyggðum í þeirri hugmyndafræði sem þeim var innrætt. Bláu varðliðarnirAfdrifaríkust var sú ranghugmynd þessara krakka að alla hluti ætti að leysa á forsendum markaðskerfisins og engum öðrum; annar dómari væri óhugsandi en markaðurinn, aðrar lausnir óhugsandi en markaðslausnir, annar þankagangur óhugsandi en markaðshyggjan. Markaðurinn væri vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þau streymdu út úr skólunum uppfull af þessum hugsjónum eins og litlir bláir varðliðar. Þessi tryllta markaðshyggja lá að sumu leyti í loftinu en hún átti sér sína talsmenn, sína páfa. Í bókinni Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson – einn æðsta mann Kaupþings og útrásarfursta í Bretlandi – er að finna kafla þar sem Ármann segir frá mótunarárunum fyrir útrásina. Meðan Ármann var leitandi sál og badmintonstjarna stundaði hann nám við Háskóla Íslands í sagnfræði – eins og sumir gera til að leysa lífsgátuna – og þar segir hann frá því að einn kennarinn hafi öðrum fremur haft áhrif á það í hverja átt hugur hans hneigðist: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hannes hefur um árabil verið mikill æskulýðsfrömuður innan Háskólans – ekki síst í stjórnmálafræði þar sem margir árgangar af ungmennum hafa setið við fótskör hans og numið af honum fræðin: sem er ofsafengin markaðshyggja, reiðareksstefna í efnahagsmálum, samkvæmt þeirri hugmynd að markaðurinn leiðrétti sig ævinlega sjálfur vegna síns guðlega eðlis; peningaraflið – auðvaldið – skuli ævinlega ráða enda leiti peningarnir þangað sem þeir nýtast best. Hannes Hólmsteinn hefur þannig innprentað heilu árgöngunum af nemendum við Háskóla Íslands að þeir geti gert það sem þeim sýnist í viðskiptum, svo fremi sem þeir gangi á vegum hins frjálsa markaðar – enda muni hann refsa þeim ef þau víki af rétta veginum, vegna síns guðlega eðlis. En ekki nóg með það: Hannes var líka áhrifamesti ráðgjafi ríkisstjórna Íslands um efnahagsmál á síðasta áratug 20. aldar og fram eftir nýrri öld, var sá maður sem að öðrum ólöstuðum átti ríkastan þátt í að leggja grunninn að því þjóðfélagi sem hrundi í október árið 2008 – og því andrúmslofti sem var allsráðandi fram að falli, sjálfumglaðri, hrokafullri og allt að því nautnasjúkri auðhyggjunni. Hann var páfi auðhyggjunnar. Eru mannætur í VG?Frá hruni hefur Hannes verið við sama heygarðshornið. Hann hefur skrifað reglulega pistla á vefsvæði sem heitir pressan.is og mun á vegum einhverra útrásarvíkinga. Mér telst svo til að pistlar Hannesar á þessu tímabili séu lauslega talið um það bil þrír og er þá ótalið ýmisleg orðarusl og smælki – en hann hefur verið þeim mun duglegri að birta þá aftur og aftur. Fyrsti pistillinn fjallar um kaupmann úr Sjálfstæðisflokknum á Seltjarnarnesi sem stofnaði lágvöruverslun sem þróaðist svo samkvæmt lögmálum hins óhefta markaðskerfis á undraskjótum tíma yfir í að verða einokunarhringur í nánast öllu sem hægt er að versla með á Íslandi; grein Hannesar um þennan kaupmann og son hans fjallar samt ekki um það hversu dásamlegur vitnisburður þetta sé um skilvirkni markaðarins, heldur að téðir kaupmannsfeðgar hafi misnotað sér góðar gjafir Davíðs og markaðarins, sem í huga Hannesar jafngildir sennilega því sama. Grein númer tvö eftir Hannes á pressan.is fjallar um að VG sé Rússneski kommúnistaflokkurinn og að forráðamenn VG séu mannætur og stundi hér stalínískar hreinsanir: hyggist þannig skjóta Geir Haarde að afloknum sýndarréttarhöldum, rétt eins og íslenskir kommúnistar hafi gert um árabil líkt og Þór Whitehead hafi sannað. Þriðja greinin fjallar svo um það hversu góður rithöfundur Einar Már Guðmundsson sé – ólíkt öðrum höfundum sem ekki hafa fallist á að Davíð Oddsson sé sólin og hugmyndir hans jafngildi hinstu rökum tilverunnar. Það hlýtur að vera gaman fyrir Einar Má að hafa slíka loftungu sér við eyra. Eitt er að Hannes Hólmsteinn skuli enn vera svona staffírugur. Að hann skuli enn þverskallast við að horfast í augu við guðinn sem brást – markaðinn – gjaldþrot þeirrar stefnu sem hann átti drýgstan þátt í sjálfur að koma hér á. Væri maður jafn ófyrirleitinn og hann í að draga upp sögulegar hliðstæður mætti líkja þessu við að Goebbels hefði eftir fall nasismans haldið áfram iðju sinni og reynt að sannfæra fólk um að allt hefði þetta verið Krupp-samsteypunni að kenna. Hitt er verra, og satt að segja óskiljanlegt, að Háskóli Íslands láti sér sæma að veita þessum manni óheftan aðgang að æskufólki þessa lands, til að fylla höfuð þess af órum og ranghugmyndum – ekki síst eftir að hann varð uppvís að einhverjum stórfelldasta ritstuldi Íslandssögunnar – en það var víst allt bara frá kommúnistum. Nú geisar orrustan um söguna. Hvernig hrunið skal túlkað: brást kerfið sem Hannes og félagar komu hér á eða brugðust einstaklingar í fullkomnu kerfi? Því er auðsvarað. Útrásardólgarnir voru ekki óvinir markaðshyggjunnar. Þeir voru afleiðing hennar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun