Flottur Tony Allen Trausti Júlíusson skrifar 3. júní 2011 14:00 Tony Allen. Tónleikar Afróbít. Tony Allen og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Listahátíð í Reykjavík, Harpa Norðurljós 1. júní. Það var mikil eftirvænting í Norðurljósasal Hörpu þegar nígeríski tónlistarmaðurinn Tony Allen steig á svið á miðvikudagskvöldið ásamt Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sammi og félagar, 17 talsins, hófu leik án Tonys, en svo var hann kynntur á svið og kom sér fyrir við trommusett sem var stillt upp fyrir miðju fremst á sviðinu, við mikil fagnaðarlæti. Uppsetningin var flott. Blásararnir í röð aftast, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari yst hvor á sínum endanum í framlínunni og Helgi Svavar Helgason (á gítar í þetta skiptið), Sigtryggur Baldursson, Tony, Sammi og Ingi Skúlason bassaleikari á milli þeirra. Tónleikarnir fóru frekar rólega af stað, en Sammi lofaði hægu klifi og það gekk eftir. Bandið hitnaði smám saman og stemningin hjá áheyrendum jókst og fleiri og fleiri dönsuðu eða dilluðu sér í takt við tónlistina. Dagskráin hófst á lagi eftir Samma, en svo kom slagarinn Asiko eftir Tony og svo komu lögin til skiptis, meðal annars Kindness, Elewon Po (Too Many Prisoners) og Secret Agent eftir Tony og lög af plötunni Helvítis fokking funk sem Stórsveit Samma gaf út í fyrra. Tónlistin var eins og yfirskrift tónleikanna lofaði, afróbít. Tony Allen er magnaður trommari, en hann er enginn þungavinnumaður. Þetta er allt í fínhreyfingunum og hann virtist hafa lítið fyrir því að framkalla þetta óstjórnlega smitandi grúv sem var undirliggjandi í tónlistinni á miðvikudagskvöldið. Það þarf mikla staðfestu til að hreyfa sig ekki í takt við svona tónlist. Tony söng við trommusettið og spjallaði. Hann hrósaði Samma í bak og fyrir og sagði á íslensku „Flottur!". Sammi hélt þessu öllu saman, stjórnaði bandinu og fékk áheyrendur til að dansa og klappa í takt við tónlistina. Hljóðfæraleikararnir sýndu góð tilþrif, blásararnir skiptust á að stíga fram á sviðið og taka sóló, en Ingi bassaleikari fær sérstakt hrós fyrir flotta frammistöðu. Hljómburðurinn í salnum var mjög góður, a.m.k. þar sem ég var nálægt sviðinu. Eftir tæpa tvo tíma endaði sveitin á laginu Chicken Street af Helvítis fokking funk, en kom svo aftur eftir uppklapp og tók slagarann Afro-Disco Beat sem Tony sendi upphaflega frá sér árið 1977. Flottur endir á frábærum tónleikum. Niðurstaða: Nígeríska goðsögnin Tony Allen brást ekki á öflugum afróbít tónleikum. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar Afróbít. Tony Allen og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Listahátíð í Reykjavík, Harpa Norðurljós 1. júní. Það var mikil eftirvænting í Norðurljósasal Hörpu þegar nígeríski tónlistarmaðurinn Tony Allen steig á svið á miðvikudagskvöldið ásamt Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sammi og félagar, 17 talsins, hófu leik án Tonys, en svo var hann kynntur á svið og kom sér fyrir við trommusett sem var stillt upp fyrir miðju fremst á sviðinu, við mikil fagnaðarlæti. Uppsetningin var flott. Blásararnir í röð aftast, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari yst hvor á sínum endanum í framlínunni og Helgi Svavar Helgason (á gítar í þetta skiptið), Sigtryggur Baldursson, Tony, Sammi og Ingi Skúlason bassaleikari á milli þeirra. Tónleikarnir fóru frekar rólega af stað, en Sammi lofaði hægu klifi og það gekk eftir. Bandið hitnaði smám saman og stemningin hjá áheyrendum jókst og fleiri og fleiri dönsuðu eða dilluðu sér í takt við tónlistina. Dagskráin hófst á lagi eftir Samma, en svo kom slagarinn Asiko eftir Tony og svo komu lögin til skiptis, meðal annars Kindness, Elewon Po (Too Many Prisoners) og Secret Agent eftir Tony og lög af plötunni Helvítis fokking funk sem Stórsveit Samma gaf út í fyrra. Tónlistin var eins og yfirskrift tónleikanna lofaði, afróbít. Tony Allen er magnaður trommari, en hann er enginn þungavinnumaður. Þetta er allt í fínhreyfingunum og hann virtist hafa lítið fyrir því að framkalla þetta óstjórnlega smitandi grúv sem var undirliggjandi í tónlistinni á miðvikudagskvöldið. Það þarf mikla staðfestu til að hreyfa sig ekki í takt við svona tónlist. Tony söng við trommusettið og spjallaði. Hann hrósaði Samma í bak og fyrir og sagði á íslensku „Flottur!". Sammi hélt þessu öllu saman, stjórnaði bandinu og fékk áheyrendur til að dansa og klappa í takt við tónlistina. Hljóðfæraleikararnir sýndu góð tilþrif, blásararnir skiptust á að stíga fram á sviðið og taka sóló, en Ingi bassaleikari fær sérstakt hrós fyrir flotta frammistöðu. Hljómburðurinn í salnum var mjög góður, a.m.k. þar sem ég var nálægt sviðinu. Eftir tæpa tvo tíma endaði sveitin á laginu Chicken Street af Helvítis fokking funk, en kom svo aftur eftir uppklapp og tók slagarann Afro-Disco Beat sem Tony sendi upphaflega frá sér árið 1977. Flottur endir á frábærum tónleikum. Niðurstaða: Nígeríska goðsögnin Tony Allen brást ekki á öflugum afróbít tónleikum.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira