Píanóið drepið Jónas Sen skrifar 1. júní 2011 00:01 Högni Egilsson. Tónlist MINØR/PIONÉR. Flutt í Hörpu. Tónlist eftir:Högna Egilsson, Davíð Þór Jónsson og President Bongó. Textar eftir:Atla Bollason.Fram komu: Karlakórinn Fóstbræður kom fram undir stjórn Árna Hraðarsonar. Lýsing: Páll S. Ragnarsson. Tónskáldið Alexander Skrjabín skynjaði tónlist í litum. Hann dreymdi um tónleika þar sem áheyrendur myndu ekki aðeins heyra tónlist, heldur sjá hana líka sem hafsjó af litum. Tæknin í þá daga var auðvitað takmörkuð (Skrjabín lést árið 1915), en þetta er hægðarleikur í dag. Í einum af sölum Hörpu, Norðurljósum, eru veggirnir t.d. hálfgegnsæir, og þeir geta skipt litum. Gaman væri að hafa tónleika þar með tónlist eftir Skrjabín. Á laugardagskvöldið voru í Norðurljósum tónleikar með verkum eftir Högna Egilsson (úr Hjaltalín), píanóleikarann Davíð Þór Jónsson og hljóðstjórann President Bongó. Ljósatæknin var nýtt til fulls á tónleikunum. Veggirnir breyttu um lit eftir stemningu tónlistarinnar hverju sinni. Það var mögnuð upplifun. Litadýrðin gaf tónlistinni alveg nýja vídd. Auðvitað skipti það máli hvernig tónlistin hljómaði. Og hún var yfirleitt stórskemmtileg, auk þess sem hljómburðurinn var flottur. Framvindan í hverju lagi var í sjálfu sér ekki mikil, en andrúmsloftið var grípandi. Einfaldar, mjög djúpar bassahendingar voru áberandi, bæði leiknar á píanó og úr tölvu. Yfir öllu svifu alls konar safaríkir píanóhljómar. Högni söng – hann er með fallega rödd. Það var rík tilfinning í öllu sem hann gerði, einlægni og fegurð. Karlakórinn Fóstbræður kom líka fram undir stjórn Árna Harðarsonar. Hugsanlega hefði hlutverk hans mátt vera veigameira. Hann var allur á rólegu nótunum, söng veikt og þægilega, sjaldnast meira en það. Hér hefði breiddin í tónlistinni mátt vera meiri. Fjölbreytnin var ríkulegri í hinu sjónræna. Á sviðinu var ekki bara flygill, heldur einnig gamall píanógarmur. Í kringum hann var hrúga af járnarusli; bárujárn og ryðguð púströr. Á tímapunkti rótaði Davíð í hrúgunni, og hávaðinn bergmálaði í hljóðkerfi salarins og varð hluti af tónlistinni. Undir lok tónleikanna réðst Högni svo á píanóið með sleggju og barði hljómborðið í klessu. Oft hefur mann langað til að gera það, he he! Niðurlæging píanósins var fullkomnuð í lok tónleikanna, en þá var píanóið híft upp í loft og skilið þar eftir dinglandi. Gaman hefði verið að sjá það detta aftur á sviðið, með tilheyrandi braki og brestum. En sjálfsagt hefur ekki fengist leyfi fyrir því! Einstaka atriði var heldur langdregið, eins og t.d. þegar bókstafurinn A var búinn til úr járnaruslinu (sem væntanlega vísaði til afmælis Amnesty International þann dag). Það tók óþarflega langan tíma, sem gerði tónlistina heldur endurtekningarsama. En í það heila voru tónleikarnir frumlegir og spennandi, og maður gekk glaður út að þeim loknum. Niðurstaða: Athyglisverðir tónleikar með fallegri tónlist. Lýsingin var frábær. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist MINØR/PIONÉR. Flutt í Hörpu. Tónlist eftir:Högna Egilsson, Davíð Þór Jónsson og President Bongó. Textar eftir:Atla Bollason.Fram komu: Karlakórinn Fóstbræður kom fram undir stjórn Árna Hraðarsonar. Lýsing: Páll S. Ragnarsson. Tónskáldið Alexander Skrjabín skynjaði tónlist í litum. Hann dreymdi um tónleika þar sem áheyrendur myndu ekki aðeins heyra tónlist, heldur sjá hana líka sem hafsjó af litum. Tæknin í þá daga var auðvitað takmörkuð (Skrjabín lést árið 1915), en þetta er hægðarleikur í dag. Í einum af sölum Hörpu, Norðurljósum, eru veggirnir t.d. hálfgegnsæir, og þeir geta skipt litum. Gaman væri að hafa tónleika þar með tónlist eftir Skrjabín. Á laugardagskvöldið voru í Norðurljósum tónleikar með verkum eftir Högna Egilsson (úr Hjaltalín), píanóleikarann Davíð Þór Jónsson og hljóðstjórann President Bongó. Ljósatæknin var nýtt til fulls á tónleikunum. Veggirnir breyttu um lit eftir stemningu tónlistarinnar hverju sinni. Það var mögnuð upplifun. Litadýrðin gaf tónlistinni alveg nýja vídd. Auðvitað skipti það máli hvernig tónlistin hljómaði. Og hún var yfirleitt stórskemmtileg, auk þess sem hljómburðurinn var flottur. Framvindan í hverju lagi var í sjálfu sér ekki mikil, en andrúmsloftið var grípandi. Einfaldar, mjög djúpar bassahendingar voru áberandi, bæði leiknar á píanó og úr tölvu. Yfir öllu svifu alls konar safaríkir píanóhljómar. Högni söng – hann er með fallega rödd. Það var rík tilfinning í öllu sem hann gerði, einlægni og fegurð. Karlakórinn Fóstbræður kom líka fram undir stjórn Árna Harðarsonar. Hugsanlega hefði hlutverk hans mátt vera veigameira. Hann var allur á rólegu nótunum, söng veikt og þægilega, sjaldnast meira en það. Hér hefði breiddin í tónlistinni mátt vera meiri. Fjölbreytnin var ríkulegri í hinu sjónræna. Á sviðinu var ekki bara flygill, heldur einnig gamall píanógarmur. Í kringum hann var hrúga af járnarusli; bárujárn og ryðguð púströr. Á tímapunkti rótaði Davíð í hrúgunni, og hávaðinn bergmálaði í hljóðkerfi salarins og varð hluti af tónlistinni. Undir lok tónleikanna réðst Högni svo á píanóið með sleggju og barði hljómborðið í klessu. Oft hefur mann langað til að gera það, he he! Niðurlæging píanósins var fullkomnuð í lok tónleikanna, en þá var píanóið híft upp í loft og skilið þar eftir dinglandi. Gaman hefði verið að sjá það detta aftur á sviðið, með tilheyrandi braki og brestum. En sjálfsagt hefur ekki fengist leyfi fyrir því! Einstaka atriði var heldur langdregið, eins og t.d. þegar bókstafurinn A var búinn til úr járnaruslinu (sem væntanlega vísaði til afmælis Amnesty International þann dag). Það tók óþarflega langan tíma, sem gerði tónlistina heldur endurtekningarsama. En í það heila voru tónleikarnir frumlegir og spennandi, og maður gekk glaður út að þeim loknum. Niðurstaða: Athyglisverðir tónleikar með fallegri tónlist. Lýsingin var frábær.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira