Orðin tóm Brynhildur Björnsdóttir skrifar 20. maí 2011 08:00 Orð eru til alls fyrst og orð eru til alls vís. Hvert einasta orð er galdraþula, merkimiði, skýring, sönnun. Og hvert einasta orð er hlaðið merkingu annarra orða. Það skiptir máli hvernig orð eru notuð því með þeim er hægt að breyta heiminum. Þetta vita hagyrðingar og slagorðasmiðir manna best. Auglýsingar gera út á myndmál og slagorð. Sumar setningar greypast í minni okkar og fara þaðan aldrei, samanber Ég vil þín njóta, Toyota og Það er Daloon dagur í dag. Sum eru svo einföld og með svo breiða skírskotun að þau ættu jafnvel ekki að virka en gera það samt, samanber Coke is it og Just do it! Ekki hefur mér vitanlega verið reynt að snara þessum slagorðum á íslensku, en hér er gjöf til málhreinsunarsinna: Kók var það, heillin. Láttu vaða! Orð skipta máli. Sum orð eru á sífelldum flótta í tungumálinu vegna þess að þau eru gengisfelld um leið og þau verða til. Þannig eru orð sem einu sinni áttu að sýna virðingu við þá sem eiga við fötlun að stríða, eins og vangefinn eða þroskaheftur, orðin að háðs- og skammaryrðum. Svo er alltaf verið að búa til ný orð sem hrekjast út í horn, samanber nýlega orðið greindarskertur. Orðið hommi var á tíunda áratugnum almennt skammaryrði en hommarnir tóku orðið sitt og sneru því við með því að nota það sjálfir og með stolti. Nú þýðir orðið hommi samkynhneigður karlmaður, hvort sem samhengið gerir það jákvætt eða neikvætt. Lýsingarorð yfir sterkar upplifanir verða sífellt hástemmdari. Ógeðslega flott, ýkt best. Geðveikt lýsir sérlega jákvæðri upplifun og ánægju með ástand, hluti og fatnað, þótt ekki kannist allir geðsjúklingar við þá upplifun. Æði þýddi einu sinni atferli og síðan geðveiki en er núna hluti af jákvæðu lýsingarorði. Æðislegt! Orð hafa áhrif. Orð móta skoðanir, meðvitað og ómeðvitað. Þess vegna skiptir svo miklu hvernig þau eru notuð. Fyrirsögnin „Eldri menn kaupa kynlífsþjónustu af grunnskólabörnum“ hefur aðra merkingu en „Eldri menn misnota grunnskólabörn og láta þau hafa fé“. „Nauðganir eru glæpir sem við reynum að koma í veg fyrir“ hljómar öðruvísi en „Stígamótakonur magna upp vandamál“. Og „Áætlanir um forsetaframboð í hættu“ leggur allt aðrar áherslur en „Reyndi að nauðga hótelstarfsmanni“. Þeir sem fara með orð fara jafnframt með ábyrgð. Ábyrgð á mótun samfélagsins, á því hvað verða viðteknar venjur, hvað er rétt og hvað er rangt. Orð eru aldrei tóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Orð eru til alls fyrst og orð eru til alls vís. Hvert einasta orð er galdraþula, merkimiði, skýring, sönnun. Og hvert einasta orð er hlaðið merkingu annarra orða. Það skiptir máli hvernig orð eru notuð því með þeim er hægt að breyta heiminum. Þetta vita hagyrðingar og slagorðasmiðir manna best. Auglýsingar gera út á myndmál og slagorð. Sumar setningar greypast í minni okkar og fara þaðan aldrei, samanber Ég vil þín njóta, Toyota og Það er Daloon dagur í dag. Sum eru svo einföld og með svo breiða skírskotun að þau ættu jafnvel ekki að virka en gera það samt, samanber Coke is it og Just do it! Ekki hefur mér vitanlega verið reynt að snara þessum slagorðum á íslensku, en hér er gjöf til málhreinsunarsinna: Kók var það, heillin. Láttu vaða! Orð skipta máli. Sum orð eru á sífelldum flótta í tungumálinu vegna þess að þau eru gengisfelld um leið og þau verða til. Þannig eru orð sem einu sinni áttu að sýna virðingu við þá sem eiga við fötlun að stríða, eins og vangefinn eða þroskaheftur, orðin að háðs- og skammaryrðum. Svo er alltaf verið að búa til ný orð sem hrekjast út í horn, samanber nýlega orðið greindarskertur. Orðið hommi var á tíunda áratugnum almennt skammaryrði en hommarnir tóku orðið sitt og sneru því við með því að nota það sjálfir og með stolti. Nú þýðir orðið hommi samkynhneigður karlmaður, hvort sem samhengið gerir það jákvætt eða neikvætt. Lýsingarorð yfir sterkar upplifanir verða sífellt hástemmdari. Ógeðslega flott, ýkt best. Geðveikt lýsir sérlega jákvæðri upplifun og ánægju með ástand, hluti og fatnað, þótt ekki kannist allir geðsjúklingar við þá upplifun. Æði þýddi einu sinni atferli og síðan geðveiki en er núna hluti af jákvæðu lýsingarorði. Æðislegt! Orð hafa áhrif. Orð móta skoðanir, meðvitað og ómeðvitað. Þess vegna skiptir svo miklu hvernig þau eru notuð. Fyrirsögnin „Eldri menn kaupa kynlífsþjónustu af grunnskólabörnum“ hefur aðra merkingu en „Eldri menn misnota grunnskólabörn og láta þau hafa fé“. „Nauðganir eru glæpir sem við reynum að koma í veg fyrir“ hljómar öðruvísi en „Stígamótakonur magna upp vandamál“. Og „Áætlanir um forsetaframboð í hættu“ leggur allt aðrar áherslur en „Reyndi að nauðga hótelstarfsmanni“. Þeir sem fara með orð fara jafnframt með ábyrgð. Ábyrgð á mótun samfélagsins, á því hvað verða viðteknar venjur, hvað er rétt og hvað er rangt. Orð eru aldrei tóm.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun