Hættuleg tilraunastarfsemi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. maí 2011 06:00 Innan Evrópusambandsins hafa um nokkurt skeið verið til umræðu hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem taka mjög mið af íslenzka kvótakerfinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt sér íslenzka kerfið vel, leitað til íslenzkra ráðgjafa um endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB og litið um margt til Íslands sem fyrirmyndar um stjórn fiskveiða. Fréttablaðið sagði á mánudag frá því að Maria Damanaki, framkvæmdastjóri fiskveiðimála hjá ESB, hefði í bígerð að leggja fram í júlí tillögur um kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum, banni við brottkasti og aflareglu, rétt eins og í íslenzka kerfinu. Sömuleiðis er rætt um að draga úr miðstýringu í kerfinu. Tillögurnar miða að því að auka hagkvæmni í fiskveiðum, minnka flotann og draga úr offjárfestingu, eins og gert var hér á landi með upptöku kvótakerfisins á sínum tíma. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir í Fréttablaðinu í gær réttilega á þá þversögn sem felst í því að ríkisstjórnin, undir forystu Samfylkingarinnar, vinnur að því að ljúka viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu en um leið reyna ýmsir Samfylkingarmenn að gjörbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem veitir íslenzkum sjávarútvegi sérstöðu og Evrópusambandið horfir til sem fyrirmyndar. Viðunandi samningur um aðild Íslands að ESB verður með einum eða öðrum hætti að taka á sérstöðu íslenzks sjávarútvegs. Kröfur um að Íslendingar haldi sjálfir forræði á fiskveiðum sínum byggjast ekki sízt á þeirri sérstöðu, að okkur hefur gengið betur en flestum eða öllum ESB-ríkjum að reka sjávarútveg með hagnaði og nýta auðlindina með sjálfbærum hætti. Evrópusambandið getur komið til móts við Ísland með tvennum hætti; það getur veitt undanþágur eða fresti til aðlögunar að reglum ESB eftir að til aðildar kemur, eða þá breytt sjávarútvegsstefnu sinni þannig að hún falli betur að íslenzkum hagsmunum. Það er rétt athugað hjá Einari K. Guðfinnssyni að það hlýtur að vera erfitt líf hjá Samfylkingarmönnum að vera annars vegar í aðstöðu til að ýta undir jákvæðar breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB til að greiða fyrir aðild Íslands en standa hins vegar í því að rífa niður íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið og það sem tryggir hagkvæmni þess og sérstöðu, ekki sízt framsal veiðiheimilda. Það er nánast jafneinkennileg þversögn að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, sem ekki er vitað til að hafi séð neitt gott í Evrópusambandinu, vinni að því hörðum höndum að gera íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið líkara því sem gerist í ESB, með því að reka það í þágu svokallaðra byggða- og félagslegra sjónarmiða í stað þess að hafa hagkvæmni og arðsaman rekstur að leiðarljósi. Versta niðurstaðan úr tilraunastarfsemi ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum væri að Ísland endaði utan Evrópusambandsins, með fiskveiðistjórnunarkerfi sem svipar til núverandi kerfis þess, á sama tíma og nágrannalöndin í ESB taka upp íslenzka kerfið. Það gæti þessi ríkisstjórn afrekað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Innan Evrópusambandsins hafa um nokkurt skeið verið til umræðu hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem taka mjög mið af íslenzka kvótakerfinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt sér íslenzka kerfið vel, leitað til íslenzkra ráðgjafa um endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB og litið um margt til Íslands sem fyrirmyndar um stjórn fiskveiða. Fréttablaðið sagði á mánudag frá því að Maria Damanaki, framkvæmdastjóri fiskveiðimála hjá ESB, hefði í bígerð að leggja fram í júlí tillögur um kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum, banni við brottkasti og aflareglu, rétt eins og í íslenzka kerfinu. Sömuleiðis er rætt um að draga úr miðstýringu í kerfinu. Tillögurnar miða að því að auka hagkvæmni í fiskveiðum, minnka flotann og draga úr offjárfestingu, eins og gert var hér á landi með upptöku kvótakerfisins á sínum tíma. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir í Fréttablaðinu í gær réttilega á þá þversögn sem felst í því að ríkisstjórnin, undir forystu Samfylkingarinnar, vinnur að því að ljúka viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu en um leið reyna ýmsir Samfylkingarmenn að gjörbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem veitir íslenzkum sjávarútvegi sérstöðu og Evrópusambandið horfir til sem fyrirmyndar. Viðunandi samningur um aðild Íslands að ESB verður með einum eða öðrum hætti að taka á sérstöðu íslenzks sjávarútvegs. Kröfur um að Íslendingar haldi sjálfir forræði á fiskveiðum sínum byggjast ekki sízt á þeirri sérstöðu, að okkur hefur gengið betur en flestum eða öllum ESB-ríkjum að reka sjávarútveg með hagnaði og nýta auðlindina með sjálfbærum hætti. Evrópusambandið getur komið til móts við Ísland með tvennum hætti; það getur veitt undanþágur eða fresti til aðlögunar að reglum ESB eftir að til aðildar kemur, eða þá breytt sjávarútvegsstefnu sinni þannig að hún falli betur að íslenzkum hagsmunum. Það er rétt athugað hjá Einari K. Guðfinnssyni að það hlýtur að vera erfitt líf hjá Samfylkingarmönnum að vera annars vegar í aðstöðu til að ýta undir jákvæðar breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB til að greiða fyrir aðild Íslands en standa hins vegar í því að rífa niður íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið og það sem tryggir hagkvæmni þess og sérstöðu, ekki sízt framsal veiðiheimilda. Það er nánast jafneinkennileg þversögn að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, sem ekki er vitað til að hafi séð neitt gott í Evrópusambandinu, vinni að því hörðum höndum að gera íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið líkara því sem gerist í ESB, með því að reka það í þágu svokallaðra byggða- og félagslegra sjónarmiða í stað þess að hafa hagkvæmni og arðsaman rekstur að leiðarljósi. Versta niðurstaðan úr tilraunastarfsemi ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum væri að Ísland endaði utan Evrópusambandsins, með fiskveiðistjórnunarkerfi sem svipar til núverandi kerfis þess, á sama tíma og nágrannalöndin í ESB taka upp íslenzka kerfið. Það gæti þessi ríkisstjórn afrekað.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun