Konur með yfirhöndina á samskiptavefjum 4. maí 2011 07:00 Stúlkur spila leiki á netinu og í smátækjum, en síður í leikjatölvum og venjulegum. Nordicphotos/Getty Images Konur eru í meirihluta í ákveðnum geira tölvuleikjaspilunar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende greinir frá. Berlingske segir nýja rannsókn IBISWorld leiða í ljós að á meðan stöðnun sé á markaði leikjatölva á borð við Playstation og Xbox sé uppgangur á markaði leikja fyrir farsíma og netleikja á samkiptasíðum á borð við Facebook. Drengir og karlar eru enn í meirihluta þeirra sem leika tölvuleiki í einka- og leikjatölvum. Þegar kemur að farsímaleikjum og netleikjum á samskiptasíðum sýnir rannsóknin hins vegar 54 prósenta þátttöku kvenþjóðarinnar. Nánari greining sýnir svo að hlutfall kvenna nær allt að 70 prósentum í samskipta- og/eða hlutverkaleikjum. Farmville er dæmi um vinsælan leik. Virkir notendur eru um 47 milljónir. Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa viðbætur fyrir smáar upphæðir. Ætlaðar tekjur af leikjunum næstu þrjú ár nema fjórtán milljörðum danskra króna, eða yfir 300 milljörðum íslenskra króna.- óká Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Konur eru í meirihluta í ákveðnum geira tölvuleikjaspilunar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende greinir frá. Berlingske segir nýja rannsókn IBISWorld leiða í ljós að á meðan stöðnun sé á markaði leikjatölva á borð við Playstation og Xbox sé uppgangur á markaði leikja fyrir farsíma og netleikja á samkiptasíðum á borð við Facebook. Drengir og karlar eru enn í meirihluta þeirra sem leika tölvuleiki í einka- og leikjatölvum. Þegar kemur að farsímaleikjum og netleikjum á samskiptasíðum sýnir rannsóknin hins vegar 54 prósenta þátttöku kvenþjóðarinnar. Nánari greining sýnir svo að hlutfall kvenna nær allt að 70 prósentum í samskipta- og/eða hlutverkaleikjum. Farmville er dæmi um vinsælan leik. Virkir notendur eru um 47 milljónir. Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa viðbætur fyrir smáar upphæðir. Ætlaðar tekjur af leikjunum næstu þrjú ár nema fjórtán milljörðum danskra króna, eða yfir 300 milljörðum íslenskra króna.- óká
Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira