Sjálfmeðvitað splatter-fjör Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. apríl 2011 14:00 Bíó HHH Scream 4. Leikstjóri: Wes Craven. Aðalhlutverk: Emma Roberts, Hayden Panettiere, Neve Campbell, Courteney Cox, David Arquette. Fimmtán ár eru liðin síðan grínhrollvekjan Scream endurvakti vinsældir „slægingarmyndanna“, en það er ágæt þýðing á þeim flokki mynda sem kallast á ensku „slasher films“. Slíkar myndir höfðu verið lítið áberandi frá því að vinsældir þeirra dvínuðu undir lok níunda áratugarins en Scream rúllaði boltanum aftur af stað árið 1996. Myndin nálgaðist viðfangefnið á nýjan hátt, gerði grín að sjálfri sér, og sýndi allar gömlu slasher-klisjurnar í nýju og afar póstmódernísku samhengi. Framhaldsmyndirnar urðu tvær en hvorug þeirra náði hæðum upprunalegu myndarinnar þegar kom að spennu og fjöri. Þær reyndu að afsaka ófrumlegheitin með því að vera jafnvel sjálfmeðvitaðri en fyrsta myndin en kjánaskapurinn varð þeim að falli. Scream-serían var orðin paródía af sjálfri sér. En nú er að alast upp ný kynslóð hrollvekjuunnenda og hún samanstendur af unglingum sem hafa séð mýgrút mynda sem tilheyra allar þessari seinni bylgju táningahryllingsmynda sem Scream átti upptökin að. Að vísu eru nýju myndirnar bæði drungalegri og ofbeldisfyllri en þær voru fyrir fimmtán árum en Wes Craven er engu að síður mættur til leiks á ný og gerir hér heiðarlega tilraun til þess að sýna nýju krökkunum „hvernig á að gera þetta“. Scream 4 er ágæt skemmtun. Gömlu aðdáendurnir fá ýmislegt fyrir sinn snúð. Myndin er troðfull af tilvísunum í upprunalegu myndina og gamla gengið fær hér ágætt pláss í sögunni. Craven hefur þó vit á því að brúa kynslóðabilið með yngri leikurum, en leikhópurinn stendur sig nokkuð vel, unglingarnir jafnt sem þeir eldri. Skemmtilegust er aðalpersónan, leikin af hinni ungu Emmu Roberts (dóttur Eric Roberts), sem í upphafi er litlaus og hversdagsleg en sækir í sig veðrið þegar á líður. Enn vantar þó töluvert upp á ferskleika og frumlegheit til þess að fjórða myndin nái að vera eitthvað meira en bara ágætis framhaldsmynd. Scream 4 er stútfull af bröndurum og blóði en fellur í skuggann af bæði frumgerð sinni og öðrum sprækari hrollvekjum sem ratað hafa í bíó síðustu misseri. Myndin er því eins og góð saga sem ættingi með elliglöp hefur sagt þér fjórum sinnum. Hún var best þegar þú heyrðir hana fyrst en er þó ágæt fyrir fersk eyru. Og betri en 2 og 3. Niðurstaða: Ágætis poppkornsfjör fyrir unglinga og aðeins eldri unglinga. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó HHH Scream 4. Leikstjóri: Wes Craven. Aðalhlutverk: Emma Roberts, Hayden Panettiere, Neve Campbell, Courteney Cox, David Arquette. Fimmtán ár eru liðin síðan grínhrollvekjan Scream endurvakti vinsældir „slægingarmyndanna“, en það er ágæt þýðing á þeim flokki mynda sem kallast á ensku „slasher films“. Slíkar myndir höfðu verið lítið áberandi frá því að vinsældir þeirra dvínuðu undir lok níunda áratugarins en Scream rúllaði boltanum aftur af stað árið 1996. Myndin nálgaðist viðfangefnið á nýjan hátt, gerði grín að sjálfri sér, og sýndi allar gömlu slasher-klisjurnar í nýju og afar póstmódernísku samhengi. Framhaldsmyndirnar urðu tvær en hvorug þeirra náði hæðum upprunalegu myndarinnar þegar kom að spennu og fjöri. Þær reyndu að afsaka ófrumlegheitin með því að vera jafnvel sjálfmeðvitaðri en fyrsta myndin en kjánaskapurinn varð þeim að falli. Scream-serían var orðin paródía af sjálfri sér. En nú er að alast upp ný kynslóð hrollvekjuunnenda og hún samanstendur af unglingum sem hafa séð mýgrút mynda sem tilheyra allar þessari seinni bylgju táningahryllingsmynda sem Scream átti upptökin að. Að vísu eru nýju myndirnar bæði drungalegri og ofbeldisfyllri en þær voru fyrir fimmtán árum en Wes Craven er engu að síður mættur til leiks á ný og gerir hér heiðarlega tilraun til þess að sýna nýju krökkunum „hvernig á að gera þetta“. Scream 4 er ágæt skemmtun. Gömlu aðdáendurnir fá ýmislegt fyrir sinn snúð. Myndin er troðfull af tilvísunum í upprunalegu myndina og gamla gengið fær hér ágætt pláss í sögunni. Craven hefur þó vit á því að brúa kynslóðabilið með yngri leikurum, en leikhópurinn stendur sig nokkuð vel, unglingarnir jafnt sem þeir eldri. Skemmtilegust er aðalpersónan, leikin af hinni ungu Emmu Roberts (dóttur Eric Roberts), sem í upphafi er litlaus og hversdagsleg en sækir í sig veðrið þegar á líður. Enn vantar þó töluvert upp á ferskleika og frumlegheit til þess að fjórða myndin nái að vera eitthvað meira en bara ágætis framhaldsmynd. Scream 4 er stútfull af bröndurum og blóði en fellur í skuggann af bæði frumgerð sinni og öðrum sprækari hrollvekjum sem ratað hafa í bíó síðustu misseri. Myndin er því eins og góð saga sem ættingi með elliglöp hefur sagt þér fjórum sinnum. Hún var best þegar þú heyrðir hana fyrst en er þó ágæt fyrir fersk eyru. Og betri en 2 og 3. Niðurstaða: Ágætis poppkornsfjör fyrir unglinga og aðeins eldri unglinga.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira