Ruslfæði fyrir óperuunnendur Jónas Sen skrifar 15. apríl 2011 11:30 Perluportið er síðasta sýning Íslensku óperunnar í Gamla bíói. Tónlist Perluportið. Íslenska óperan Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd: Guðrún Öyahals. Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Flytjendur: Ágúst Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Valgerður Guðnadóttir. Hún var ósköp fátækleg, sýning Íslensku óperunnar á föstudagskvöldið. Í orðsins fyllstu merkingu. Á sviðinu voru ruslafötur, veggjakrot og annað ógeð. Svo byrjuðu ruslatunnurnar að syngja. Og upp úr þeim stigu söngvarar íklæddir lörfum. Áttu greinilega að vera fátæklingar, öreigar sem ætluðu að gera sér glaðan dag. Hverfa úr veruleikanum um stund og skemmta sér eins og kóngar og drottningar. Sýningin var líka fátækleg í öðrum skilningi. Það var ekki mikið í hana lagt. Maður varð ekki var við listrænan metnað. Fjórir söngvarar fluttu aðallega aríur af topp tíu listanum, og allt meðspil var í höndunum á einum píanóleikara. Sumt var óneitanlega fyndið. Fólk hló að Gissuri Páli Gissurarsyni tenór, sem skaust upp og niður úr ruslatunnunni með tilþrifum. Það var líka fyndið þegar hann lék pínulítinn kóng. En flest annað virkaði ankannalega. Til dæmis var stirðbusalegur dansinn í Bátssöngnum úr Ævintýrum Hoffmanns beinlínis hallærislegur. Og atriðið þar sem Ágúst Ólafsson söng Nautabanaaríuna úr Carmen, og hinir söngvararnir léku naut með kvenmannsskó fyrir horn, var eins og í lélegu áramótaskaupi. Tónlistarlega séð var sýningin ekki slæm. Söngurinn var oft fagur. Sérstaklega var gaman að heyra Valgerði Guðnadóttur taka Una voce poco fa eftir Rossini. Og fleira. Hún söng af aðdáunarverðu öryggi. Ég held að ég hafi ekki séð hana á óperusviðinu síðan hún brilleraði í Sumaróperunni fyrir alltof mörgum árum síðan. Hulda Björk Garðarsdóttir var líka glæsileg, enda með mikla og flotta rödd. Sömu sögu er að segja um Ágúst. Og Gissur átti góða spretti, sérstaklega í byrjun. Rödd hans glataði samt dálítið fókusnum eftir því sem á leið. Antonía Hevesi lék á píanóið. Hún stóð sig ágætlega. Píanóleikurinn var tær og nákvæmur, lifandi og fullur af karakter. Gallinn var sá að maður áttaði sig ekki á tilganginum með sýningunni. Allur hressleikinn, allt stuðið virkaði falskt. Og það vantaði plottið. Þegar ekkert gerðist – annað en sívaxandi bjánagangur – urðu herlegheitin sífellt ómerkilegri. Þetta var síðasta sýning Íslensku óperunnar áður en hún flytur í Hörpu. Tónlistarlegt ruslfæði er engan veginn sæmandi fyrir svo merk tímamót. En kannski átti sýningin að vera eins konar áramótaskaup, smá grín til að marka endalok tímabils. Þá hefðu brandararnir líklegast þurft að vera miklu fleiri. Niðurstaða: Síðasta sýning Íslensku óperunnar í Gamla bíói olli vonbrigðum. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Perluportið. Íslenska óperan Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd: Guðrún Öyahals. Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Flytjendur: Ágúst Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Valgerður Guðnadóttir. Hún var ósköp fátækleg, sýning Íslensku óperunnar á föstudagskvöldið. Í orðsins fyllstu merkingu. Á sviðinu voru ruslafötur, veggjakrot og annað ógeð. Svo byrjuðu ruslatunnurnar að syngja. Og upp úr þeim stigu söngvarar íklæddir lörfum. Áttu greinilega að vera fátæklingar, öreigar sem ætluðu að gera sér glaðan dag. Hverfa úr veruleikanum um stund og skemmta sér eins og kóngar og drottningar. Sýningin var líka fátækleg í öðrum skilningi. Það var ekki mikið í hana lagt. Maður varð ekki var við listrænan metnað. Fjórir söngvarar fluttu aðallega aríur af topp tíu listanum, og allt meðspil var í höndunum á einum píanóleikara. Sumt var óneitanlega fyndið. Fólk hló að Gissuri Páli Gissurarsyni tenór, sem skaust upp og niður úr ruslatunnunni með tilþrifum. Það var líka fyndið þegar hann lék pínulítinn kóng. En flest annað virkaði ankannalega. Til dæmis var stirðbusalegur dansinn í Bátssöngnum úr Ævintýrum Hoffmanns beinlínis hallærislegur. Og atriðið þar sem Ágúst Ólafsson söng Nautabanaaríuna úr Carmen, og hinir söngvararnir léku naut með kvenmannsskó fyrir horn, var eins og í lélegu áramótaskaupi. Tónlistarlega séð var sýningin ekki slæm. Söngurinn var oft fagur. Sérstaklega var gaman að heyra Valgerði Guðnadóttur taka Una voce poco fa eftir Rossini. Og fleira. Hún söng af aðdáunarverðu öryggi. Ég held að ég hafi ekki séð hana á óperusviðinu síðan hún brilleraði í Sumaróperunni fyrir alltof mörgum árum síðan. Hulda Björk Garðarsdóttir var líka glæsileg, enda með mikla og flotta rödd. Sömu sögu er að segja um Ágúst. Og Gissur átti góða spretti, sérstaklega í byrjun. Rödd hans glataði samt dálítið fókusnum eftir því sem á leið. Antonía Hevesi lék á píanóið. Hún stóð sig ágætlega. Píanóleikurinn var tær og nákvæmur, lifandi og fullur af karakter. Gallinn var sá að maður áttaði sig ekki á tilganginum með sýningunni. Allur hressleikinn, allt stuðið virkaði falskt. Og það vantaði plottið. Þegar ekkert gerðist – annað en sívaxandi bjánagangur – urðu herlegheitin sífellt ómerkilegri. Þetta var síðasta sýning Íslensku óperunnar áður en hún flytur í Hörpu. Tónlistarlegt ruslfæði er engan veginn sæmandi fyrir svo merk tímamót. En kannski átti sýningin að vera eins konar áramótaskaup, smá grín til að marka endalok tímabils. Þá hefðu brandararnir líklegast þurft að vera miklu fleiri. Niðurstaða: Síðasta sýning Íslensku óperunnar í Gamla bíói olli vonbrigðum.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira