Lagzt á fréttir? Ólafur Stephensen skrifar 5. apríl 2011 07:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til nýrra upplýsingalaga á Alþingi. Í frumvarpinu er meðal annars tekið mið af reynslunni af fyrri upplýsingalögum, sem voru mikil réttarbót þegar þau tóku gildi í ársbyrjun 1997, en fram að því höfðu stjórnvöld í raun getað haft sína hentisemi um það hvort þau veittu til dæmis fjölmiðlum aðgang að gögnum mála, sem voru til meðferðar í stjórnsýslunni. Lögin hafa stórbætt aðgang almennings að upplýsingum og um leið aukið aðhald að störfum stjórnmála- og embættismanna. Í hinu nýja frumvarpi er margt til bóta. Þannig er kveðið á um rýmkun á gildissviði laganna, þannig að þau nái einnig til fyrirtækja, sem ekki teljast ríkisfyrirtæki eða -stofnanir en eru í meirihlutaeigu opinberra aðila, til dæmis Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Að minnsta kosti hvað síðarnefnda fyrirtækið varðar geta líklega margir tekið undir að meiri aðgangur almennings að upplýsingum um starfsemina og þar af leiðandi meira aðhald með störfum stjórnenda hefði verið til bóta. Sömuleiðis er kveðið á um að forsætisráðherra geti sett reglur um hvaða upplýsingum opinberum aðilum beri að birta á vefsíðum sínum. Þar er klárlega um breytingu til hins betra að ræða, þótt færa megi rök fyrir að ganga eigi enn lengra en í frumvarpinu. Blaðamannafélag Íslands hefur fagnað mörgum atriðum frumvarpsins, en bendir á að það skjóti skökku við að um leið og verið sé að rýmka rétt almennings til upplýsinga, sé undanþágum frá þeim rétti fjölgað. Blaðamannafélagið bendir á veikan rökstuðning í greinargerð með frumvarpinu fyrir því að undanskilja sérfræðiálit, sem ráðherrar afla sér við undirbúning lagafrumvarpa, frá aðgangi almennings. Í greinargerðinni eru í raun færð rök fyrir því gagnstæða, en svo klykkt út með því að "engu að síður“ hafi verið ákveðið að gera tillögu um undanþáguna. Hver eru rökin fyrir því? Blaðamannafélagið telur sömuleiðis að ákvæði frumvarpsins um hvað skuli teljast vinnugögn í málum sem stjórnvöld hafa til meðferðar veiti alltof víðtæka heimild til að synja almenningi um aðgang að gögnum. Félagið tekur dæmi af Árbótarmálinu svokallaða, þar sem Fréttablaðið sagði, meðal annars á grundvelli tölvupóstsamskipta sem aflað var með vísan til upplýsingalaga, frá óeðlilegum afskiptum fjármálaráðherra af máli sem var til umfjöllunar í ráðuneyti annars ráðherra og grímulausu kjördæmapoti. Forsvarsmenn BÍ telja að með ákvæðum frumvarpsins sé lokað á afhendingu slíkra gagna. Sé það rétt mat, hefði Árbótarmálið líklega aldrei komizt í hámæli ef búið hefði verið að breyta upplýsingalögum, Ríkisendurskoðun hefði aldrei tekið það til umræðu og ráðherrarnir aldrei verið snupraðir. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi hlýtur meðal annars að þurfa að leggja á það mat, hvort lögfesting þess í óbreyttri mynd hefði í för með sér að stjórnsýslan geti lagzt á slíkar fréttir í skjóli þess að hún vilji ekki afhenda vinnugögn. Eins og BÍ bendir á, hefur of mikið upplýsingastreymi ekki staðið vandaðri stjórnsýslu hér á landi fyrir þrifum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til nýrra upplýsingalaga á Alþingi. Í frumvarpinu er meðal annars tekið mið af reynslunni af fyrri upplýsingalögum, sem voru mikil réttarbót þegar þau tóku gildi í ársbyrjun 1997, en fram að því höfðu stjórnvöld í raun getað haft sína hentisemi um það hvort þau veittu til dæmis fjölmiðlum aðgang að gögnum mála, sem voru til meðferðar í stjórnsýslunni. Lögin hafa stórbætt aðgang almennings að upplýsingum og um leið aukið aðhald að störfum stjórnmála- og embættismanna. Í hinu nýja frumvarpi er margt til bóta. Þannig er kveðið á um rýmkun á gildissviði laganna, þannig að þau nái einnig til fyrirtækja, sem ekki teljast ríkisfyrirtæki eða -stofnanir en eru í meirihlutaeigu opinberra aðila, til dæmis Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Að minnsta kosti hvað síðarnefnda fyrirtækið varðar geta líklega margir tekið undir að meiri aðgangur almennings að upplýsingum um starfsemina og þar af leiðandi meira aðhald með störfum stjórnenda hefði verið til bóta. Sömuleiðis er kveðið á um að forsætisráðherra geti sett reglur um hvaða upplýsingum opinberum aðilum beri að birta á vefsíðum sínum. Þar er klárlega um breytingu til hins betra að ræða, þótt færa megi rök fyrir að ganga eigi enn lengra en í frumvarpinu. Blaðamannafélag Íslands hefur fagnað mörgum atriðum frumvarpsins, en bendir á að það skjóti skökku við að um leið og verið sé að rýmka rétt almennings til upplýsinga, sé undanþágum frá þeim rétti fjölgað. Blaðamannafélagið bendir á veikan rökstuðning í greinargerð með frumvarpinu fyrir því að undanskilja sérfræðiálit, sem ráðherrar afla sér við undirbúning lagafrumvarpa, frá aðgangi almennings. Í greinargerðinni eru í raun færð rök fyrir því gagnstæða, en svo klykkt út með því að "engu að síður“ hafi verið ákveðið að gera tillögu um undanþáguna. Hver eru rökin fyrir því? Blaðamannafélagið telur sömuleiðis að ákvæði frumvarpsins um hvað skuli teljast vinnugögn í málum sem stjórnvöld hafa til meðferðar veiti alltof víðtæka heimild til að synja almenningi um aðgang að gögnum. Félagið tekur dæmi af Árbótarmálinu svokallaða, þar sem Fréttablaðið sagði, meðal annars á grundvelli tölvupóstsamskipta sem aflað var með vísan til upplýsingalaga, frá óeðlilegum afskiptum fjármálaráðherra af máli sem var til umfjöllunar í ráðuneyti annars ráðherra og grímulausu kjördæmapoti. Forsvarsmenn BÍ telja að með ákvæðum frumvarpsins sé lokað á afhendingu slíkra gagna. Sé það rétt mat, hefði Árbótarmálið líklega aldrei komizt í hámæli ef búið hefði verið að breyta upplýsingalögum, Ríkisendurskoðun hefði aldrei tekið það til umræðu og ráðherrarnir aldrei verið snupraðir. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi hlýtur meðal annars að þurfa að leggja á það mat, hvort lögfesting þess í óbreyttri mynd hefði í för með sér að stjórnsýslan geti lagzt á slíkar fréttir í skjóli þess að hún vilji ekki afhenda vinnugögn. Eins og BÍ bendir á, hefur of mikið upplýsingastreymi ekki staðið vandaðri stjórnsýslu hér á landi fyrir þrifum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun