Fræjum sáð úr tímavél Trausti Júlíusson skrifar 29. mars 2011 08:00 The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu. Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu.
Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira