Rafmagnslaus sársauki Sara McMahon skrifar 22. mars 2011 00:01 Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira