Enski boltinn

Torres: Eigendurnir sviku loforð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres gæti spilað gegn Liverpool í dag.
Torres gæti spilað gegn Liverpool í dag.

Fernando Torres er smám saman að opna sig um ástæður þess af hverju hann ákvað að yfirgefa Liverpool. Hann segir nú að brotin loforð eigenda félagsins sé ein af ástæðunum.

Fyrrum eigendur félagsins seldu miðjumennina Xabi Alonso og Javier Mascherano til Spánar og Liverpool missti mikið þar.

"Fyrir þann tíma ætlaði ég aldrei að spila fyrir annað lið. Þá var Liverpool að standa við loforð sín en það breyttist," sagði Torres.

"Við komumst í undanúrslit í Meistaradeildinni og urðum í öðru sæti í deildinni á eftir Man. Utd. Þarna vorum við nálægt því að festa okkur í sessi á toppnum. Allir voru samstíga og góð stemning.

"En þegar félagið lét Alonso og Mascherano fara voru það skýr skilaboð um hvað væri að gerast."

Torres gæti spilað með Chelsea gegn Liverpool í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×