Listaverk með lækningarmátt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. febrúar 2011 00:01 Bíó 127 Hours Leikstjóri: Danny Boyle Aðalhlutverk: James Franco Árið 2003 lenti Bandaríkjamaðurinn Aron Ralston í því að festa hönd sína milli grjóthnullungs og klettaveggs þegar hann var að klifra í klettasprungu í Utah. Eftir fimm daga dvöl í sjálfheldunni þurfti Ralston að taka erfiðustu ákvörðun lífs síns. Ætlaði hann að lifa eða deyja? 127 Hours segir sögu Ralstons þessa fimm átakanlegu daga og það er leikstjórinn Danny Boyle sem situr við stjórnvölinn. Boyle er mikill stílisti og tekst að halda áhorfandanum við efnið þó að Franco sé einn í sprungunni meirihluta myndarinnar. Stíllinn endurspeglar persónuleika Ralstons, sem er litríkur og ævintýragjarn maður í óvenjulegum aðstæðum. Það er leikarinn James Franco sem fer með aðalhlutverkið og frammistaða hans er hreint með ólíkindum. Boyle heldur áhorfandanum ekki í klettasprungunni allan tímann heldur leyfir honum að slást í ævintýraför með hugsunum Ralstons. Þó að hann þurfi að dúsa í grárri gjótunni ferðast hann um víðan völl. Við sjáum svipmyndir úr fortíðinni, drauma hans um framtíðina, og meira að segja Gatorade-flöskuna sem hann skildi eftir í bílnum. Þetta mikla hugarflug matreiðir leikstjórinn að hætti meistarakokka, sem og myndina alla. Það er auðvelt að vorkenna Ralston því aðstæður hans eru ömurlegar. Um leið er hægt að heimfæra mannraunirnar á allt það sem þjakar okkur. Stór hluti mannkyns telur sig lifa sem frjálsar manneskjur, en er í raun jafn pikkfast og Ralston í sprungunni. Sumir eru fastir í ofbeldisfullum ástarsamböndum, aðrir eru þrælar áfengis eða annarra vímugjafa. Enn aðrir eru bara latir og koma engu í verk. Að slíta okkur laus frá hlutum sem valda okkur þjáningum getur verið það erfiðasta og sársaukafyllsta sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni. En verðlaunin eru alltaf þess virði og þeir sem hafa þor og þrótt til að mæta sársaukanum eru þeir sem verða raunverulega frjálsir. Þrátt fyrir dramatíska sögu er 127 Hours langt frá því að vera sorgleg eða niðurdrepandi. Hún talar beint til áhorfandans og fyllir hann eldmóði og æðruleysi. Fyrir mörgum árum gerði Danny Boyle kvikmyndina Trainspotting. Einkennisorð hennar voru „Choose life" (Veldu lífið). Í þetta sinn er enginn eiginlegur boðskapur. Boyle fellur ekki í þá gryfju að tala niður til áhorfandans. Honum er frjálst að túlka verkið á hvaða máta sem hann kærir sig um, en Ralston þarf að velja milli lífs og dauða og val hans hefur veitt mörgum innblástur. Kannski mun 127 Hours ekki tala til þín. Ef líf þitt er fullkomið eru nær engar líkur á því. Þá óska ég þér bara innilega til hamingju með það. En alla þá sem burðast með níðþunga ferðatösku af gömlu drasli í hjartanu vil ég hvetja til að sjá þessa mögnuðu mynd. Niðurstaða: Þú munt hlæja, þú munt gráta, og á köflum muntu kúgast. 127 Hours er allra besta mynd síðasta árs. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó 127 Hours Leikstjóri: Danny Boyle Aðalhlutverk: James Franco Árið 2003 lenti Bandaríkjamaðurinn Aron Ralston í því að festa hönd sína milli grjóthnullungs og klettaveggs þegar hann var að klifra í klettasprungu í Utah. Eftir fimm daga dvöl í sjálfheldunni þurfti Ralston að taka erfiðustu ákvörðun lífs síns. Ætlaði hann að lifa eða deyja? 127 Hours segir sögu Ralstons þessa fimm átakanlegu daga og það er leikstjórinn Danny Boyle sem situr við stjórnvölinn. Boyle er mikill stílisti og tekst að halda áhorfandanum við efnið þó að Franco sé einn í sprungunni meirihluta myndarinnar. Stíllinn endurspeglar persónuleika Ralstons, sem er litríkur og ævintýragjarn maður í óvenjulegum aðstæðum. Það er leikarinn James Franco sem fer með aðalhlutverkið og frammistaða hans er hreint með ólíkindum. Boyle heldur áhorfandanum ekki í klettasprungunni allan tímann heldur leyfir honum að slást í ævintýraför með hugsunum Ralstons. Þó að hann þurfi að dúsa í grárri gjótunni ferðast hann um víðan völl. Við sjáum svipmyndir úr fortíðinni, drauma hans um framtíðina, og meira að segja Gatorade-flöskuna sem hann skildi eftir í bílnum. Þetta mikla hugarflug matreiðir leikstjórinn að hætti meistarakokka, sem og myndina alla. Það er auðvelt að vorkenna Ralston því aðstæður hans eru ömurlegar. Um leið er hægt að heimfæra mannraunirnar á allt það sem þjakar okkur. Stór hluti mannkyns telur sig lifa sem frjálsar manneskjur, en er í raun jafn pikkfast og Ralston í sprungunni. Sumir eru fastir í ofbeldisfullum ástarsamböndum, aðrir eru þrælar áfengis eða annarra vímugjafa. Enn aðrir eru bara latir og koma engu í verk. Að slíta okkur laus frá hlutum sem valda okkur þjáningum getur verið það erfiðasta og sársaukafyllsta sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni. En verðlaunin eru alltaf þess virði og þeir sem hafa þor og þrótt til að mæta sársaukanum eru þeir sem verða raunverulega frjálsir. Þrátt fyrir dramatíska sögu er 127 Hours langt frá því að vera sorgleg eða niðurdrepandi. Hún talar beint til áhorfandans og fyllir hann eldmóði og æðruleysi. Fyrir mörgum árum gerði Danny Boyle kvikmyndina Trainspotting. Einkennisorð hennar voru „Choose life" (Veldu lífið). Í þetta sinn er enginn eiginlegur boðskapur. Boyle fellur ekki í þá gryfju að tala niður til áhorfandans. Honum er frjálst að túlka verkið á hvaða máta sem hann kærir sig um, en Ralston þarf að velja milli lífs og dauða og val hans hefur veitt mörgum innblástur. Kannski mun 127 Hours ekki tala til þín. Ef líf þitt er fullkomið eru nær engar líkur á því. Þá óska ég þér bara innilega til hamingju með það. En alla þá sem burðast með níðþunga ferðatösku af gömlu drasli í hjartanu vil ég hvetja til að sjá þessa mögnuðu mynd. Niðurstaða: Þú munt hlæja, þú munt gráta, og á köflum muntu kúgast. 127 Hours er allra besta mynd síðasta árs.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira