Bleiku, bláu og rauðu mælikerin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. janúar 2011 06:00 Fyrir stuttu las ég frétt unna upp úr grein Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, en þar sagði að íslensk stjórnvöld væru að vinna svo vel úr kreppunni að afleiðingar hennar myndu ekki dynja með jafn miklum þunga á lægri- og millitekjuhópa eins og gerist til dæmis á Bretlandi og Írlandi. Ég varð afar kátur en svo las ég áfram en þar var vitnað í Stefán: "Skandinavíska leiðin, sem er yfirlýst stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, er um margt öndverð við stefnu hægri stjórnanna á Írlandi og Bretlandi, þar sem tekjulægra fólk finnur hlutfallslega meira fyrir kreppunni." Þá hugsaði ég sem svo, getur nokkuð úttekt Stefáns Ólafssonar á ástandinu leitt til annarrar niðurstöðu en einmitt þessarar meðan þessi stjórn er við völd? Það er kosturinn við raunvísindi að þar er venjulega hægt fá nákvæmar niðurstöður alveg óháð því hver gerir rannsóknina. Til dæmis sýður vatn við 99,97 gráður og skiptir þá engu hvort Stefán Ólafsson eða Pétur Blöndal stendur við pottinn. Eins er til dæmis hægt að mæla hitastig og segja með óyggjandi hætti hvort það hækki, lækki eða standi í stað. Í félagsvísindum er þetta flóknara eins og sannaðist þegar þessir tveir menn tókust á um það hvort skattar hefðu hækkað eða lækkað í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Niðurstaða rannsókna í félagsvísindum fer nefnilega venjulega eftir því hvort bláa, rauða eða bleika mælikerið er notað. Til dæmis er ég alveg viss um að ég eigi aldrei eftir að lesa fréttir eins og þessa: "Þórólfur Matthíasson hagfræðingur er í sjokki eftir að útreikningar hans sýndu að kvótakerfið hefur orðið til mikillar hagræðingar fyrir íslenskt samfélag. "Þetta kom mér alveg í opna skjöldu," sagði Þórólfur." Svona frétt mun ég heldur aldrei sjá: "Skattahækkanir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafa haft verulega jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Þetta er niðurstaða rannsóknar Hannesar Hólmsteinns Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. "En það breytir því ekki að Jóhanna er alveg húmorslaus," sagði Hannes." Nú eða svona frétt: "Uppeldi íslenskra barna hefur farið út um þúfur eftir að konur þustu út á vinnumarkaðinn, þetta er niðurstaða rannsóknar Silju Báru Ómarsdóttur, kennarar við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands." Niðurstöðurnar í félagsvísindum falla venjulega alveg að hugmyndafræði þess sem vinnur rannsóknina. Auðvitað; annars myndu hagsmunahópar ekki vita hvern þeir ættu að fá til verksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Fyrir stuttu las ég frétt unna upp úr grein Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, en þar sagði að íslensk stjórnvöld væru að vinna svo vel úr kreppunni að afleiðingar hennar myndu ekki dynja með jafn miklum þunga á lægri- og millitekjuhópa eins og gerist til dæmis á Bretlandi og Írlandi. Ég varð afar kátur en svo las ég áfram en þar var vitnað í Stefán: "Skandinavíska leiðin, sem er yfirlýst stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, er um margt öndverð við stefnu hægri stjórnanna á Írlandi og Bretlandi, þar sem tekjulægra fólk finnur hlutfallslega meira fyrir kreppunni." Þá hugsaði ég sem svo, getur nokkuð úttekt Stefáns Ólafssonar á ástandinu leitt til annarrar niðurstöðu en einmitt þessarar meðan þessi stjórn er við völd? Það er kosturinn við raunvísindi að þar er venjulega hægt fá nákvæmar niðurstöður alveg óháð því hver gerir rannsóknina. Til dæmis sýður vatn við 99,97 gráður og skiptir þá engu hvort Stefán Ólafsson eða Pétur Blöndal stendur við pottinn. Eins er til dæmis hægt að mæla hitastig og segja með óyggjandi hætti hvort það hækki, lækki eða standi í stað. Í félagsvísindum er þetta flóknara eins og sannaðist þegar þessir tveir menn tókust á um það hvort skattar hefðu hækkað eða lækkað í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Niðurstaða rannsókna í félagsvísindum fer nefnilega venjulega eftir því hvort bláa, rauða eða bleika mælikerið er notað. Til dæmis er ég alveg viss um að ég eigi aldrei eftir að lesa fréttir eins og þessa: "Þórólfur Matthíasson hagfræðingur er í sjokki eftir að útreikningar hans sýndu að kvótakerfið hefur orðið til mikillar hagræðingar fyrir íslenskt samfélag. "Þetta kom mér alveg í opna skjöldu," sagði Þórólfur." Svona frétt mun ég heldur aldrei sjá: "Skattahækkanir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafa haft verulega jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Þetta er niðurstaða rannsóknar Hannesar Hólmsteinns Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. "En það breytir því ekki að Jóhanna er alveg húmorslaus," sagði Hannes." Nú eða svona frétt: "Uppeldi íslenskra barna hefur farið út um þúfur eftir að konur þustu út á vinnumarkaðinn, þetta er niðurstaða rannsóknar Silju Báru Ómarsdóttur, kennarar við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands." Niðurstöðurnar í félagsvísindum falla venjulega alveg að hugmyndafræði þess sem vinnur rannsóknina. Auðvitað; annars myndu hagsmunahópar ekki vita hvern þeir ættu að fá til verksins.