Áhlaupið á Alþingi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. janúar 2011 06:15 Alþingishúsið er ekki mikið fyrir hús að sjá. Það minnir okkur á að Reykjavík er bara fámennur bær með víðáttumiklum úthverfum og litlum miðbæ. Það væri hægðarleikur að hertaka þetta hús, væru menn á þeim buxunum. Þyki einhverjum Alþingishúsið óárennilegt er það vegna þess að hugmyndin um alþingi er stór, sjálf hugmyndin um þingræði er máttug - hugmyndin um alþingi sem vettvang þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar leiða til lykta málefni okkar vekur virðingu. Sú virðing vaknar ekki af því að menn kalli hver annan háttvirtan og hæstvirtan. Hún vaknar ekki af því að klæðast tilteknum fötum umfram önnur. Hún vaknar af ábyrgð þjóðkjörinna fulltrúa gagnvart þjóð sinni og löggjafarhlutverki sínu og þyki þjóðinni sér misboðið með framgöngu þingmanna þá mótmælir hún - af virðingu fyrir alþingi. Síðustu mánuði ársins 2008 og fyrstu mánuðina 2009 söfnuðust þúsundir manna kringum alþingi og mótmæltu því hvernig landinu hafði verið stjórnað. Það var í kjölfar þess að sjálft efnahagskerfi landsins hrundi vegna óstjórnar, græðgi, vanhæfni, glámskyggni, eftirlitsleysis og ranghugmynda stjórnvalda sem sátu í skjóli alþingis. Hvers vegna alþingi? Af hverju fór fólk ekki og mótmælti við bankahallirnar í Borgartúni? Eða höfuðstöðvar Baugs? Kannski vegna þess að lítið þýðir að fara að glæpamanni og heimta að hann hætti að vera glæpamaður - ekki síst þegar hann býr í London og Lúxembúrg og lystisnekkjum - það er hlutverk laganna varða að sækja slíka menn og láta þá standa fyrir máli sínu. En eins og margoft hefur verið bent á: Á meðan 9-menningarnir er ofsóttir heldur partíið áfram hjá 7-menningunum. Þrátt fyrir allt sýndu þessi mótmæli að fólk ætlaðist til einhvers af alþingi, vænti þess að eitthvað þýddi að mótmæla þar. Hvernig svo sem sjálfir alþingismennirnir hafa litið á sig þá leit mannsöfnuðurinn á Austurvelli þessa mánuði svo á að þetta væru kjörnir fulltrúar íslensku þjóðarinnar og nú þyrfti að vekja athygli þeirra á skyldum sínum - skyldum þessarar stofnunar við þjóð sína. Mótmælendurnir voru að sinna eftirlitsskyldum við alþingi. Þó að hrunkvöðlarnir tali alltaf um hrunið eins og náttúruhamfarir þá er erfitt að gera sér í hugarlund skýrara dæmi um það hvernig stjórnvöld bregðast þjóð sinni en undanfara þessara atburða. Það var með öðrum orðum full ástæða til að skunda á Austurvöll og krefjast úrbóta. Það væri nærtækara að þjóðin sýndi þeim sem þar voru í fararbroddi einhvern þakklætisvott en að standa þegjandi hjá á meðan níu fulltrúar mótmælenda verða fyrir ofsóknum þess sama embættis sem nýlega hætti rannsókn á augljósum innherjasvikum í viðskiptum með bréf í SPRON. Það var upplausnarástand. Æsingurinn var ógurlegur. Taktföst mótmæli dundu á húsinu og svo vildi fólk komast inn og fara á áheyrendapalla alþingishússins, eins og almenningur hefur rétt á að gera. Þingverðir vörnuðu leiðina, héldu fólki, duttu hver á annan, það var hrint og ýtt, hrópað, hnoðast fram og aftur - þetta voru hálfgerðar ryskingar. En fráleitt að tala um árás. Þessu máli er haldið til streitu af óskiljanlegri þrákelkni. Sé ætlunin með þessum málarekstri að varðveita virðingu alþingis þá hefur hann þveröfug áhrif. Sú virðing fæst ekki með valdboði eða ofbeldisaðgerðum á hendur mótmælendum heldur með framgöngu þingmanna, trúnaði þeirra við kjósendur og þjóðarheill. Láru V. Júlíusdóttur, sérstökum saksóknara í málinu hefur í málflutningi sínum ekki gengið vel að sýna fram á það hver glæpurinn var, hver framdi glæpinn, gegn hverjum glæpurinn beindist, hver hagnaðist á glæpnum. Beit einhver valdstjórnina þar sem hann lá í gólfinu haldið af fimm löggum? Má vera og kannski er það satt að einhverjir hafi sýnt óhlýðni við valdstjórnina. Óhlýðni getur verið verið til marks um óraunhæfar skipanir og hún getur verið hvimleið en hún er ekki glæpur og á ekki að vera tugthússök. Hver er þá glæpurinn? Hvar er hann? Í Breiðholtinu skilst manni. Lára hefur í málflutningi sínum þurft að fara í mjög einkennilegan leiðangur upp í Breiðholt til að leita að glæpnum sem hún finnur ekki í Alþingishúsinu. Þar braust hópur raunverulegra glæpamanna inn á heimili í Keilufelli á Skírdag 2008 og voru mennirnir samkvæmt fréttum vopnaðir gaddakylfum, járnrörum, hömrum, sleggjum, hafnarboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum. Þessi fólskulega árás í Keilufelli er hjá sérstökum saksóknara lögð að jöfnu við það þegar hópur fólks vill í upplausnarástandi nýta sér rétt sinn til að fara á áheyrendapalla alþingis - en fær ekki og er haldið af laganna vörðum með tilheyrandi stimpingum. Þau örkuml sem hlutust af vopnum árásarmannanna í Keilufelli eru að mati sérstaks saksóknara sambærileg við það þegar einn þingvörður dettur á annan sem fyrir vikið dettur á ofn. Það unga fólk sem hér er ákært fyrir að ætla að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að fara á áheyrendapalla alþingis, en var meinuð innganga, er í málflutningi sérstaks saksóknara lagt að jöfnu við atvinnuglæpamenn með alvæpni sem rjúfa heimilisgrið á varnalausu fólki. Æsingurinn var ógurlegur. Taugarnar voru þandar hjá starfsfólki alþingis og kannski ekki að undra að það skyldi bregðast harkalega við því sem það áleit árás á þessa stofnun. En þetta var ekki árás. Eina áhlaupið í alþingishúsinu þann 8. desember 2008 var að þingverðir hlupu á sig. Það áhlaup stendur enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Alþingishúsið er ekki mikið fyrir hús að sjá. Það minnir okkur á að Reykjavík er bara fámennur bær með víðáttumiklum úthverfum og litlum miðbæ. Það væri hægðarleikur að hertaka þetta hús, væru menn á þeim buxunum. Þyki einhverjum Alþingishúsið óárennilegt er það vegna þess að hugmyndin um alþingi er stór, sjálf hugmyndin um þingræði er máttug - hugmyndin um alþingi sem vettvang þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar leiða til lykta málefni okkar vekur virðingu. Sú virðing vaknar ekki af því að menn kalli hver annan háttvirtan og hæstvirtan. Hún vaknar ekki af því að klæðast tilteknum fötum umfram önnur. Hún vaknar af ábyrgð þjóðkjörinna fulltrúa gagnvart þjóð sinni og löggjafarhlutverki sínu og þyki þjóðinni sér misboðið með framgöngu þingmanna þá mótmælir hún - af virðingu fyrir alþingi. Síðustu mánuði ársins 2008 og fyrstu mánuðina 2009 söfnuðust þúsundir manna kringum alþingi og mótmæltu því hvernig landinu hafði verið stjórnað. Það var í kjölfar þess að sjálft efnahagskerfi landsins hrundi vegna óstjórnar, græðgi, vanhæfni, glámskyggni, eftirlitsleysis og ranghugmynda stjórnvalda sem sátu í skjóli alþingis. Hvers vegna alþingi? Af hverju fór fólk ekki og mótmælti við bankahallirnar í Borgartúni? Eða höfuðstöðvar Baugs? Kannski vegna þess að lítið þýðir að fara að glæpamanni og heimta að hann hætti að vera glæpamaður - ekki síst þegar hann býr í London og Lúxembúrg og lystisnekkjum - það er hlutverk laganna varða að sækja slíka menn og láta þá standa fyrir máli sínu. En eins og margoft hefur verið bent á: Á meðan 9-menningarnir er ofsóttir heldur partíið áfram hjá 7-menningunum. Þrátt fyrir allt sýndu þessi mótmæli að fólk ætlaðist til einhvers af alþingi, vænti þess að eitthvað þýddi að mótmæla þar. Hvernig svo sem sjálfir alþingismennirnir hafa litið á sig þá leit mannsöfnuðurinn á Austurvelli þessa mánuði svo á að þetta væru kjörnir fulltrúar íslensku þjóðarinnar og nú þyrfti að vekja athygli þeirra á skyldum sínum - skyldum þessarar stofnunar við þjóð sína. Mótmælendurnir voru að sinna eftirlitsskyldum við alþingi. Þó að hrunkvöðlarnir tali alltaf um hrunið eins og náttúruhamfarir þá er erfitt að gera sér í hugarlund skýrara dæmi um það hvernig stjórnvöld bregðast þjóð sinni en undanfara þessara atburða. Það var með öðrum orðum full ástæða til að skunda á Austurvöll og krefjast úrbóta. Það væri nærtækara að þjóðin sýndi þeim sem þar voru í fararbroddi einhvern þakklætisvott en að standa þegjandi hjá á meðan níu fulltrúar mótmælenda verða fyrir ofsóknum þess sama embættis sem nýlega hætti rannsókn á augljósum innherjasvikum í viðskiptum með bréf í SPRON. Það var upplausnarástand. Æsingurinn var ógurlegur. Taktföst mótmæli dundu á húsinu og svo vildi fólk komast inn og fara á áheyrendapalla alþingishússins, eins og almenningur hefur rétt á að gera. Þingverðir vörnuðu leiðina, héldu fólki, duttu hver á annan, það var hrint og ýtt, hrópað, hnoðast fram og aftur - þetta voru hálfgerðar ryskingar. En fráleitt að tala um árás. Þessu máli er haldið til streitu af óskiljanlegri þrákelkni. Sé ætlunin með þessum málarekstri að varðveita virðingu alþingis þá hefur hann þveröfug áhrif. Sú virðing fæst ekki með valdboði eða ofbeldisaðgerðum á hendur mótmælendum heldur með framgöngu þingmanna, trúnaði þeirra við kjósendur og þjóðarheill. Láru V. Júlíusdóttur, sérstökum saksóknara í málinu hefur í málflutningi sínum ekki gengið vel að sýna fram á það hver glæpurinn var, hver framdi glæpinn, gegn hverjum glæpurinn beindist, hver hagnaðist á glæpnum. Beit einhver valdstjórnina þar sem hann lá í gólfinu haldið af fimm löggum? Má vera og kannski er það satt að einhverjir hafi sýnt óhlýðni við valdstjórnina. Óhlýðni getur verið verið til marks um óraunhæfar skipanir og hún getur verið hvimleið en hún er ekki glæpur og á ekki að vera tugthússök. Hver er þá glæpurinn? Hvar er hann? Í Breiðholtinu skilst manni. Lára hefur í málflutningi sínum þurft að fara í mjög einkennilegan leiðangur upp í Breiðholt til að leita að glæpnum sem hún finnur ekki í Alþingishúsinu. Þar braust hópur raunverulegra glæpamanna inn á heimili í Keilufelli á Skírdag 2008 og voru mennirnir samkvæmt fréttum vopnaðir gaddakylfum, járnrörum, hömrum, sleggjum, hafnarboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum. Þessi fólskulega árás í Keilufelli er hjá sérstökum saksóknara lögð að jöfnu við það þegar hópur fólks vill í upplausnarástandi nýta sér rétt sinn til að fara á áheyrendapalla alþingis - en fær ekki og er haldið af laganna vörðum með tilheyrandi stimpingum. Þau örkuml sem hlutust af vopnum árásarmannanna í Keilufelli eru að mati sérstaks saksóknara sambærileg við það þegar einn þingvörður dettur á annan sem fyrir vikið dettur á ofn. Það unga fólk sem hér er ákært fyrir að ætla að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að fara á áheyrendapalla alþingis, en var meinuð innganga, er í málflutningi sérstaks saksóknara lagt að jöfnu við atvinnuglæpamenn með alvæpni sem rjúfa heimilisgrið á varnalausu fólki. Æsingurinn var ógurlegur. Taugarnar voru þandar hjá starfsfólki alþingis og kannski ekki að undra að það skyldi bregðast harkalega við því sem það áleit árás á þessa stofnun. En þetta var ekki árás. Eina áhlaupið í alþingishúsinu þann 8. desember 2008 var að þingverðir hlupu á sig. Það áhlaup stendur enn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun