Fjögur hundruð ára í fullu fjöri Elísabet Brekkan skrifar 4. janúar 2011 11:12 Í Ofviðrinu gefst tækifæri til að þess að láta allar listgreinar leikhússins mætast án þess að einhver ein sé bara til þjónustu fyrir hina. Ofviðrið eftir William Shakespeare Borgarleikhúsið Shakespeare er aldeilis vel kynntur hérlendis um þessar mundir. Frumsýning í Borgarleikhúsinu á Ofviðrinu kætti áhorfendur á öllum aldri. Litir, gleði og töfrar leikhúsins í aðalhlutverki.Leikmyndin var litskrúðug og undirstrikaði vel það ævintýri og þá leið sem leikstjórinn Oskaras Korsunas valdi að fara með þetta síðasta verk meistarans. Hvort sem skáldið sjálft var að kveðja, gera upp eða fela öðrum töfrasprotann þá er þetta alls ekki sísta verk meistarans. Þetta var mikið ævintýr og leikhús leikhúsanna þar sem hvert augnablik var ævintýr fyrir augað og má segja að leikmyndin og þau atriði sem fyrir augu bar hafi verið eins og langþráður draumur að komast inn í ævintýraheim miðalda.Prosperó er ásamt dóttur sinni staddur á eyju þar sem þau hafa eftir skipskaða eytt saman tólf árum. Dóttirin Miranda man ekkert nema þetta líf og í öruggu skjóli elskandi föður og umvafin honum og hans menntun þekkir hún enga aðra að skrímslinu Kalíban og andanum Aríel undanskildum. Prosperó hefur mátt galdramannsins og nú er tími til þess að gera upp við þá sem sviku hann forðum og lætur hann því með brögðum sínum mikið fárviðri geisa sem veldur því að hóp brúðkaupsgesta skolar á land.Hér er valin sú leið að láta Prosperó leika eins konar leikstjóra í verki sem hann sjálfur sviðsetur og fer mjög vel á því. The Tempest, Ofviðrið, er síðasta verk meistarans og var fyrst sviðsett í nóvember 1611 í Whitehall Palace í London. William Shakespeare hverfur eftir það frá Lundúnaborg og lést svo 1616. Að lesa eitthvað djúpt í hans eigið uppgjör í þessu verki hafa vafalaust margir gert í pælingum sínum og ritgerðum en hér er það ævintýrið og möguleiki þess að lifa áfram sem er í aðalhlutverki. Við fáum að vita að þetta sé afskekkt eyja en engu að síður erum við stödd á menningarsetri miðalda gætum verið heima hjá Kóperníkusi þess vegna.Prosperó hefur hæfileika og mátt töfra, ekki laust við að kappar eins og Galdra-Loftur og Fást eigi í honum hliðstæðu. Prosperó, sem Ingvar E. Sigurðsson leikur, stýrir atburðarrásinni á varfærnislegan máta aldrei með ofstopa né látum og tekst mjög vel að koma því til skila að meining hans er að skila öllu í góðu standi. Dóttirin fær að eiga þann mann sem hún kynnist og girnist og Lára Jóhanna Jónsdóttir og Jörundur Ragnarsson voru eins og klippt út úr ævintýri. Mátulega sykursæt og mátulega spaugileg. Aríel sem hjálpar Prosperó við töfrana flögrar upp og inn og út um allt. Kristín Þóra Haraldsdóttir fer með hlutverk þessa litla anda og skiptir engu máli hvort þessi hjálparkokkur er kona eða maður, aðalatriðið er að hún er sterk og skemmtileg og hvert einasta orð sem hún segir heyrist hátt og skýrt út um allan sal. (Var í sjálfu sér með hljóðnema í ýmsum atriðum).Í Ofviðrinu gefst tækifæri til að þess að láta allar listgreinar leikhússins mætast án þess að einhver ein sé bara til þjónustu fyrir hina. Dansflokkurinn undir stjórn Katrínar Hall, kallaðist á við skipreika konunginn og föruneyti hans í slíkri hljóða-og hreyfisinfóníu að öll orð manna urðu óþörf. Jóhann Sigurðarson í hlutverki Alfonsós kóngs af Napolí, með glennur, fettur, gjörnýtingu andlitstjáningar og klaufabárðinn að vopni, skemmti áhorfendum konunglega. Hanna María Karlsdóttir sem leikur ráðgjafann Gonzalo var sterk í mjög góðu gervi. Sama með Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Hún sagði varla nokkurt orð en nærvera hennar og gervið var þannig að maður hefði viljað fá að stöðva framvinduna eitt augnablik til þess að virða betur fyrir sér listaverkið. Það má deila um valið á framsetningu Kalíbans. Hann er hér eins og einhver brjálaður marbendill með krumlurnar í klofinu. Hilmir Snær Guðnason þeysist um og reynir svo á röddina að hún virtist á köflum vera að hverfa.Vytautas Narbutas á heiðurinn að hinni mögnuðu leikmynd og lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar hjálpaði einnig til við að ná þessum heillandi hughrifum. Fallegar myndir utan úr kosmos miðaldanna skreyttu himininn meðan Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki hins drykkfellda bryta steyptist um sviðið og skemmti sér ásamt hirðfíflinu Tríkólí sem Hilmir Guðjónsson lék. Þeir náðu stórsniðugum augnablikum saman. Halldór Gylfason og Sigrún Edda Björnsdóttir eru bræður í leiknum og dökkir nöldrarar sem slíkir. Fyndin bæði. Einu eiginlegu hnökrar þessarar sýningar er textameðferðin í upphafi. Samtöl milli Miröndu og föður hennar voru nokkuð stirð og skrifast það líklega á textann. Hér var notuð ný þýðing Sölva Björns Sigurðssonar. Hefði kannski verið nær að fara alla leið í eðlilegu nútímamáli. Tónlist Högna Egilssonar var einnig mögnuð.Niðurstaða: Þeir sem vilja gefa sig ævintýri á vald mega ekki láta þessa sýningu framhjá sér fara. Helstu hlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jörundur Ragnarsson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Högni Egilsson. Hreyfingar: Katrín Hall. Þýðing: Sölvi Björn Sigurðsson. Leikstjóri: Oskaras Korsunas. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ofviðrið eftir William Shakespeare Borgarleikhúsið Shakespeare er aldeilis vel kynntur hérlendis um þessar mundir. Frumsýning í Borgarleikhúsinu á Ofviðrinu kætti áhorfendur á öllum aldri. Litir, gleði og töfrar leikhúsins í aðalhlutverki.Leikmyndin var litskrúðug og undirstrikaði vel það ævintýri og þá leið sem leikstjórinn Oskaras Korsunas valdi að fara með þetta síðasta verk meistarans. Hvort sem skáldið sjálft var að kveðja, gera upp eða fela öðrum töfrasprotann þá er þetta alls ekki sísta verk meistarans. Þetta var mikið ævintýr og leikhús leikhúsanna þar sem hvert augnablik var ævintýr fyrir augað og má segja að leikmyndin og þau atriði sem fyrir augu bar hafi verið eins og langþráður draumur að komast inn í ævintýraheim miðalda.Prosperó er ásamt dóttur sinni staddur á eyju þar sem þau hafa eftir skipskaða eytt saman tólf árum. Dóttirin Miranda man ekkert nema þetta líf og í öruggu skjóli elskandi föður og umvafin honum og hans menntun þekkir hún enga aðra að skrímslinu Kalíban og andanum Aríel undanskildum. Prosperó hefur mátt galdramannsins og nú er tími til þess að gera upp við þá sem sviku hann forðum og lætur hann því með brögðum sínum mikið fárviðri geisa sem veldur því að hóp brúðkaupsgesta skolar á land.Hér er valin sú leið að láta Prosperó leika eins konar leikstjóra í verki sem hann sjálfur sviðsetur og fer mjög vel á því. The Tempest, Ofviðrið, er síðasta verk meistarans og var fyrst sviðsett í nóvember 1611 í Whitehall Palace í London. William Shakespeare hverfur eftir það frá Lundúnaborg og lést svo 1616. Að lesa eitthvað djúpt í hans eigið uppgjör í þessu verki hafa vafalaust margir gert í pælingum sínum og ritgerðum en hér er það ævintýrið og möguleiki þess að lifa áfram sem er í aðalhlutverki. Við fáum að vita að þetta sé afskekkt eyja en engu að síður erum við stödd á menningarsetri miðalda gætum verið heima hjá Kóperníkusi þess vegna.Prosperó hefur hæfileika og mátt töfra, ekki laust við að kappar eins og Galdra-Loftur og Fást eigi í honum hliðstæðu. Prosperó, sem Ingvar E. Sigurðsson leikur, stýrir atburðarrásinni á varfærnislegan máta aldrei með ofstopa né látum og tekst mjög vel að koma því til skila að meining hans er að skila öllu í góðu standi. Dóttirin fær að eiga þann mann sem hún kynnist og girnist og Lára Jóhanna Jónsdóttir og Jörundur Ragnarsson voru eins og klippt út úr ævintýri. Mátulega sykursæt og mátulega spaugileg. Aríel sem hjálpar Prosperó við töfrana flögrar upp og inn og út um allt. Kristín Þóra Haraldsdóttir fer með hlutverk þessa litla anda og skiptir engu máli hvort þessi hjálparkokkur er kona eða maður, aðalatriðið er að hún er sterk og skemmtileg og hvert einasta orð sem hún segir heyrist hátt og skýrt út um allan sal. (Var í sjálfu sér með hljóðnema í ýmsum atriðum).Í Ofviðrinu gefst tækifæri til að þess að láta allar listgreinar leikhússins mætast án þess að einhver ein sé bara til þjónustu fyrir hina. Dansflokkurinn undir stjórn Katrínar Hall, kallaðist á við skipreika konunginn og föruneyti hans í slíkri hljóða-og hreyfisinfóníu að öll orð manna urðu óþörf. Jóhann Sigurðarson í hlutverki Alfonsós kóngs af Napolí, með glennur, fettur, gjörnýtingu andlitstjáningar og klaufabárðinn að vopni, skemmti áhorfendum konunglega. Hanna María Karlsdóttir sem leikur ráðgjafann Gonzalo var sterk í mjög góðu gervi. Sama með Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Hún sagði varla nokkurt orð en nærvera hennar og gervið var þannig að maður hefði viljað fá að stöðva framvinduna eitt augnablik til þess að virða betur fyrir sér listaverkið. Það má deila um valið á framsetningu Kalíbans. Hann er hér eins og einhver brjálaður marbendill með krumlurnar í klofinu. Hilmir Snær Guðnason þeysist um og reynir svo á röddina að hún virtist á köflum vera að hverfa.Vytautas Narbutas á heiðurinn að hinni mögnuðu leikmynd og lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar hjálpaði einnig til við að ná þessum heillandi hughrifum. Fallegar myndir utan úr kosmos miðaldanna skreyttu himininn meðan Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki hins drykkfellda bryta steyptist um sviðið og skemmti sér ásamt hirðfíflinu Tríkólí sem Hilmir Guðjónsson lék. Þeir náðu stórsniðugum augnablikum saman. Halldór Gylfason og Sigrún Edda Björnsdóttir eru bræður í leiknum og dökkir nöldrarar sem slíkir. Fyndin bæði. Einu eiginlegu hnökrar þessarar sýningar er textameðferðin í upphafi. Samtöl milli Miröndu og föður hennar voru nokkuð stirð og skrifast það líklega á textann. Hér var notuð ný þýðing Sölva Björns Sigurðssonar. Hefði kannski verið nær að fara alla leið í eðlilegu nútímamáli. Tónlist Högna Egilssonar var einnig mögnuð.Niðurstaða: Þeir sem vilja gefa sig ævintýri á vald mega ekki láta þessa sýningu framhjá sér fara. Helstu hlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jörundur Ragnarsson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Högni Egilsson. Hreyfingar: Katrín Hall. Þýðing: Sölvi Björn Sigurðsson. Leikstjóri: Oskaras Korsunas.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira