Viðskipti erlent

Japanar vilja kínversk ríkisskuldabréf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans.
Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans. mynd/ afp.
Japönsk stjórnvöld ætla að reyna að kaupa kínversk ríkisskuldabréf, samkvæmt tilkynningu frá japönsku ríkisstjórninni. Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, áttu í viðræðum um þetta í Peking í morgun. Í yfirlýsingu japanskra stjórnvalda er þó ekkert kveðið á um það í hve miklu mæli skuldabréfin verða keypt né heldur á hvaða verði.

Fréttastofa Reuters segir frá því að hagkerfi Japana verði í sífellt meira mæli háð kínverska hagkerfinu og eftirspurn frá kínverskum neytendum, enda hefur Kína verið stærsta viðskiptaland Japan frá árinu 2009 og viðskipti á milli ríkjanna tveggja halda áfram að aukast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×