Viðskipti erlent

Vaxtakostnaður Ítalíu hríðféll í morgun

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, hefur gert sitt til þess að sporna gegn skuldakreppunni í Evrópu. Lánveitingar bankans upp á tæplega 500 milljarða evra eru nú taldar hafa átt mestan þátt í því að vaxtakostnaður ríkja er að lækka.
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, hefur gert sitt til þess að sporna gegn skuldakreppunni í Evrópu. Lánveitingar bankans upp á tæplega 500 milljarða evra eru nú taldar hafa átt mestan þátt í því að vaxtakostnaður ríkja er að lækka.
Ítalska ríkið endurfjármagnaði skammtíma skuldir í morgun upp á 9 milljarða evra, jafnvirði tæplega 1.500 milljarða króna, með vaxtaálagi upp á ríflega 3,2 prósent. Það eru um helmingi lægra álag en ríkinu bauðst í nóvember, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá neyddist ríkið til þess að endurfjármagna hluta skulda sinna á ríflega 6,5 prósent vaxtaálagi.

Þessi mikla og hraða lækkun á vaxtaálagi þykir renna stoðum undir það, að tæplega 500 milljarða evra lánveitingar Evrópska seðlabankans, skömmu fyrir jól, til banka í Evrópu, sé nú að skila sér óbeint til skuldugra ríkja. Bankar virðast vera að lána féð frá Evrópska seðlabankanum áfram til ríkjanna, að því er greint var frá á vefsíðu BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×