Viðskipti erlent

Nick Clegg ósáttur við David Cameron

Nick Clegg, er ósáttur við forsætisráðherra Bretlands David Cameron.
Nick Clegg, er ósáttur við forsætisráðherra Bretlands David Cameron.
Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi og aðstoðarforsætisráðherra, segist ósáttur við þá ákvörðun Davids Cameron forsætisráðherra, að taka ekki þátt í samkomulagi Evrópusambandsþjóða sem miðar að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu.

Clegg segir ákvörðun Camerons einangra Bretland. Þetta kemur fram í viðtali breska ríkisútvarpsins BBC við Clegg.

Hann segist þrátt fyrir þetta virða ákvörðun Camerons, sem hefði verið undir miklum þrýstingi þegar hann ákvað að taka ekki þátt í samkomulaginu.

Sjá má viðtalið við Clegg hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×