Viðskipti erlent

Menntaskólanemi hagnast á smjörkreppunni í Noregi

Átján ára menntaskólanemi í Noregi hefur hagnast vel á smjörkreppunni sem ríkir í Noregi. Honum hefur tekist að selja smör á netinu fyrir sem samsvarar 5.000 norskum krónum eða um 100.000 krónum á kílóið.

Fjallað er um málið í Berlingske Tidende en þar kemur fram að neminn hafi keypt 30 litla pakka af smjöri, það er 12 gramma pakka, í mötuneyti skóla síns. Þessa pakka setti hann síðan til sölu á netinu og hafði ekki undan að svara símtölum og sms skilaboðum í framhaldinu.

Hann seldi hvern 12 gramma pakka á 60 krónur norskar eða um 1.200 krónur og ruku þeir allir út á fyrsta degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×