Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum 1. desember 2011 06:50 Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira