Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Karl Lúðvíksson skrifar 2. desember 2011 14:15 Simmi og Jói með lax úr Jöklu Mynd af www.strengir.is Hér er frétt af vef Strengja: "Þetta var erfitt rjúpnaveiðitímabil fyrir austan, megnið af tímanum ekki snjókorn að sjá og nánast vorblíða flesta dagana. En það bjargaði mörgum veiðimanninum á okkar vegum nýju svæðin á Jökuldalsheiðinni sem við tókum á leigu, Ármótasel og Arnórsstaðir, en þar sýnist mér að hafi fengist allavega um 300 rjúpur þetta haustið". En veiðileyfasalan fyrir árið 2012 er komin á fullan skrið og hvet ég bæði fasta viðskiptavini Strengja og aðra að hafa samband sem fyrst því áhuginn er mikill eftir gott sumar í flestum okkar ám. Ekki verður komist hjá einhverjum hækkunum en flestar eru þær miðaðar við almennar verðlagsþróun nema þar sem kostnaður vegna stóraukinna seiðasleppinga þarf að koma fram í verði veiðileyfa til umframhækkunar. Þó er óhætt að segja að miðað við þær tölur sem heyrast í „bransanum“ í nokkrum ám þessa dagana eru árnar okkar mjög hóflega verðlagðar! Og „bestu kaupin á eyrinni“ eru eflaust hið nýja Jöklusvæði okkar miðað við veiddan lax á stöng á dag. Hlutfall veiddra og slepptra laxa í Breiðdalsá og Jöklusvæðinu var tæplega 50% sumarið 2011. Þó var megnið af aflanum stórlax og undantekningarlaust var einnig nánast allur smálax drepin þó menn hittu jafnvel á mokveiði ef þeir voru heppnir. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að eingöngu veiða og sleppa eða hafa kvóta á laxi, en nú verður ekki undan komist að herða reglur fyrir 2012 í þessum ám. Sleppiskylda verður á öllum 70cm laxi og stærri og kvóti tveir laxar á stöng á dag sem má hirða af smálaxi. Og í Steinboganum í Jöklu og ofar í Jökuldal verður sleppiskylda á öllum laxi enda vannýtt uppeldiskilyrði þar fyrir náttúruleg laxaseiði og vantar meiri hrygningu þar. Maðkur verður bannaður í Breiðdalsá en áfram leyfilegur í september á Jöklusvæðinu. Spónveiði verður áfram leyfð í september í báðum ám enda ekki vandamál að sleppa spónveiddum laxi aftur í flestum tilfellum. Í Hrútafjarðará verður engin kvóti, en sleppiskylda á stórlaxi, en áður hafði verið mælst til að sleppa honum". Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði
Hér er frétt af vef Strengja: "Þetta var erfitt rjúpnaveiðitímabil fyrir austan, megnið af tímanum ekki snjókorn að sjá og nánast vorblíða flesta dagana. En það bjargaði mörgum veiðimanninum á okkar vegum nýju svæðin á Jökuldalsheiðinni sem við tókum á leigu, Ármótasel og Arnórsstaðir, en þar sýnist mér að hafi fengist allavega um 300 rjúpur þetta haustið". En veiðileyfasalan fyrir árið 2012 er komin á fullan skrið og hvet ég bæði fasta viðskiptavini Strengja og aðra að hafa samband sem fyrst því áhuginn er mikill eftir gott sumar í flestum okkar ám. Ekki verður komist hjá einhverjum hækkunum en flestar eru þær miðaðar við almennar verðlagsþróun nema þar sem kostnaður vegna stóraukinna seiðasleppinga þarf að koma fram í verði veiðileyfa til umframhækkunar. Þó er óhætt að segja að miðað við þær tölur sem heyrast í „bransanum“ í nokkrum ám þessa dagana eru árnar okkar mjög hóflega verðlagðar! Og „bestu kaupin á eyrinni“ eru eflaust hið nýja Jöklusvæði okkar miðað við veiddan lax á stöng á dag. Hlutfall veiddra og slepptra laxa í Breiðdalsá og Jöklusvæðinu var tæplega 50% sumarið 2011. Þó var megnið af aflanum stórlax og undantekningarlaust var einnig nánast allur smálax drepin þó menn hittu jafnvel á mokveiði ef þeir voru heppnir. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að eingöngu veiða og sleppa eða hafa kvóta á laxi, en nú verður ekki undan komist að herða reglur fyrir 2012 í þessum ám. Sleppiskylda verður á öllum 70cm laxi og stærri og kvóti tveir laxar á stöng á dag sem má hirða af smálaxi. Og í Steinboganum í Jöklu og ofar í Jökuldal verður sleppiskylda á öllum laxi enda vannýtt uppeldiskilyrði þar fyrir náttúruleg laxaseiði og vantar meiri hrygningu þar. Maðkur verður bannaður í Breiðdalsá en áfram leyfilegur í september á Jöklusvæðinu. Spónveiði verður áfram leyfð í september í báðum ám enda ekki vandamál að sleppa spónveiddum laxi aftur í flestum tilfellum. Í Hrútafjarðará verður engin kvóti, en sleppiskylda á stórlaxi, en áður hafði verið mælst til að sleppa honum". Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði