Viðskipti erlent

Aðeins léttir á skuldabyrði Spánar og Ítalíu

Aðeins hefur létt á skuldabyrði Ítalíu og Spánar í kjölfar þess að aukin bjartsýni ríkir meðal fjárfesta um að lausn finnist á skuldakreppunni á evrusvæðinu á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem haldinn verður á föstudaginn kemur.

Þannig lækkuðu vextir á 10 ára spönskum ríkisskuldabréfum um yfir 0,5 prósentustig í gærdag og fóru niður í rétt rúm 5%. Vextir á ítölsk ríkisskuldabréf til 10 ára lækkuðu einnig verulega og fóru undir 6%. Hafa vextir á þessum spænsku og ítölsku bréfum ekki verið lægri síðan í upphafi október síðastliðins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×