Viðskipti erlent

Vogunarsjóður telur Danmörku á barmi íslensks bankahruns

Bandaríski vogunarsjóðurinn Luxor telur að Danmörk rambi á barmi íslensks bankahruns.

Danmörk gæti orðið næsta Ísland eða Írland vegna gífurlegra útlána dönsku bankanna. Luxor hefur varað fjárfesta við þessu og jafnframt varar hann á þá við því að fjárfesta í hlutabréfum Danske Bank. Hinsvegar sé rakinn hagnaður í því að skortselja bankann.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Valuewalk sem veitir bandarískum fjárfestum þjónustu. Þar kemur fram að stærð bankakerfis Danmerkur sé komið úr öllum tengslum við stærð danska hagkerfisins eins og gerðist með íslensku bankana á síðustu árunum fyrir hrunið haustið 2008.

Fram kemur hjá Luxor að stærð danska bankakerfisins sé nú rúmlega 450% af landsframleiðslu landsins. Til samanburðar megi nefna að stærð bandaríska bankakerfisins er aðeins 90% af landsframleiðslu Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×