Viðskipti erlent

Skammbyssur og skotvopn jólagjöfin í ár vestan hafs

Skammbyssur og önnur skotvopn koma sterkt inn sem jólagjöfin í ár í Bandaríkjunum. Metsala varð á skammbyssum og skotvopnum á svokölluðum Svörtum föstudegi þann 25. nóvember s.l. en á þeim degi hefjast jólagjafakaup Bandaríkjamanna.

Vefsíðan defencetalk fjallar um málið og þar segir að rúmlega 129.000 skammbyssur og skotvopn hafi selst í Bandaríkjunum þennan dag sem er met. Fyrra met var sett kreppuárið 2008 þegar tæplega 98.000 slík vopn seldust á þessum degi.

Samkvæmt upplýsingum úr vopnaskráningum var fjórðungur kaupendanna að kaupa sér skammbyssu eða skotvopn í fyrsta sinn á ævinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×