Viðskipti erlent

Leiðtogarnir mættir til Brussel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það fer ágætlega á með þeim Sarkozy og Merkel eins og sést á þessari mynd.
Það fer ágætlega á með þeim Sarkozy og Merkel eins og sést á þessari mynd. mynd/ afp.
Leiðtogar helstu ríkja innan Evrópusambandsins eru mættir til fundar í Brussel til þess að ræða skuldakreppuna á evrusvæðinu og finna hugsanlegar lausnir á myntvandanum. Helsta umræðuefnið á fundinum er sameiginleg tillaga Frakka og Þjóðverja um aðhald í ríkisútgjöldum sem felur í sér að ríki sem eyða of miklu verða beitt refsiaðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við komuna til Brussel að evran hefði tapað trúverðugleika. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hann muni beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum sem muni skaða hagsmuni Breta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×