Vötn og Veiði komin út 9. desember 2011 12:22 Stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði er nýlega komin í verslanir, en árbók um stangaveiði hefur þar með komið út í einni mynd eða annarri allt frá árinu 1988. Bókin, Vötn og Veiði – Stangaveiði á Íslandi 2011 er með sama sniði og síðustu ár, og þar með efni hennar. Hlaupið er á helstu fréttum ársins á stangaveiðisviðinu, birtar veiðisögur, veiðitölur og allt saman ríkulega myndskreytt. Eins og síðustu árin eru nokkur veiðisvæði tekin fyrir og umsjónarmenn ritsins segja frá persónulegri reynslu sinni af þeim á nýliðinni vertíð. Svæðin sem skoðuð voru að þessu sinni voru Setbergsá á Skógarströnd, Straumfjarðará, Eldvatn í Meðallandi sem var heimsótt bæði að vori og hausti, silungasvæði Breiðdalsár, sem hefur verið lengt og inniheldur nú umtalsverða laxavon, og Kráká sem er athyglisverð silungsveiðiá, svo ekki sé meira sagt. Útgefandi er sem fyrr Litróf/Hagprent og ritstjóri Guðmundur Guðjónsson. Stangveiði Mest lesið Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði
Stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði er nýlega komin í verslanir, en árbók um stangaveiði hefur þar með komið út í einni mynd eða annarri allt frá árinu 1988. Bókin, Vötn og Veiði – Stangaveiði á Íslandi 2011 er með sama sniði og síðustu ár, og þar með efni hennar. Hlaupið er á helstu fréttum ársins á stangaveiðisviðinu, birtar veiðisögur, veiðitölur og allt saman ríkulega myndskreytt. Eins og síðustu árin eru nokkur veiðisvæði tekin fyrir og umsjónarmenn ritsins segja frá persónulegri reynslu sinni af þeim á nýliðinni vertíð. Svæðin sem skoðuð voru að þessu sinni voru Setbergsá á Skógarströnd, Straumfjarðará, Eldvatn í Meðallandi sem var heimsótt bæði að vori og hausti, silungasvæði Breiðdalsár, sem hefur verið lengt og inniheldur nú umtalsverða laxavon, og Kráká sem er athyglisverð silungsveiðiá, svo ekki sé meira sagt. Útgefandi er sem fyrr Litróf/Hagprent og ritstjóri Guðmundur Guðjónsson.
Stangveiði Mest lesið Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði