Viðskipti erlent

Boeing gerir enn einn risasamninginnn

Boeing á sjö dagana sæla.
Boeing á sjö dagana sæla.
Bandaríski flugvéla- og vélaframleiðandinn Boeing gekk í liðinni viku frá samningi við flugfélagið Lion Air, frá Indónesíu. Samningurinn er upp á tæplega 22 milljarða dollara og felur í sér að Boeing afhendir Lion Air 230 styttri útgáfu af 737 vélum félagsins. Vilyrði ef síðan fyrir afhendingu á 150 vélum til viðbótar upp á ríflega 14 milljarða dollara.

Samningurinn kemur í kjölfarið á öðrum risasamningi sem Boeing gerði á dögunum við Emirates upp á um 18 milljarða dollara.

Höfuðstöðvar Boeing eru staðsettar í Seattle í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×