Viðskipti erlent

Buffett efast um að evran lifi af

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett efast um að evran lifi af núverandi skuldakreppu á evrusvæðinu.

Þetta kemur fram í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Buffett. Í viðtalinu segir Buffett að grípa þurfi til aðgerða strax ef evran á að lifa af. Orðaskrúð frá pólitíkusum dugi ekki lengur.

Þá segir hann að í sjálfu myntsamstarfinu um evruna hafi grundvallarbrotalöm komið í ljós. Sú brotalöm verði aðeins leiðrétt ef ríkin á evrusvæðinu komi sér saman um mun nánara samstarf á fjármálasviðinu en nú er.

Buffett telur jafnframt að sökum skuldakreppunnar séu nú víða kauptækifæri í fyrirtækjum og félögum í Evrópu og er hann byrjaður að fjárfesta í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×