Viðskipti erlent

Rauðar tölur á hlutabréfamörkuðum í Evrópu

Markaðir á Wall Street í Bandaríkjunum opnuðu einnig rauðir í dag.
Markaðir á Wall Street í Bandaríkjunum opnuðu einnig rauðir í dag.
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað í dag um tæplega 1% að meðaltali. Áhyggjur vegna vaxandi skuldavanda Evrópuríkja eru sagðar ástæður fyrir lækkunum, að því er fram kemur á vefsíðu Wall Street Journal.

Áhyggjurnar vegna vanda ríkja í Suður-Evrópu hafa farið vaxandi, en skuldatryggingaálag á ríkisskuldabréf Ítalíu, Spánar og Portúgals hefur hækkað mikið undanfarnar vikur og mánuði og er nú svo hátt að almennt er álitið að löndin geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×