Viðskipti erlent

Hagnaður Iceland talinn verða 46 milljarðar í ár

Talið er að hagnaður Iceland Foods verlsunarkeðjunnar í Bretlandi muni aukast verulega milli ára. Talið er að brúttóhagnaðurinn á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur í mars næstkomandi muni nema nær 230 milljón punda eða tæplega 46 milljarða króna.

Til samanburðar nam hagaður Iceland á síðasta rekstrarári 188 milljónum punda. Reuters fjallar um málið og þar kemur fram að þessar upplýsingar sé að finna í gögnum sem send hafa verið til áhugasamra kaupenda að keðjunni.

Ef hagnaðarmatið stenst er markaðsverð Iceland um 1,5 milljarður punda eða 277 milljarðar króna.

Iceland er í sölumeðferð skilanefnda landsbankans og Glitnis. Fyrstu tilboðin í keðjuna hljóðuðu upp á um 1,3 milljarða punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×