Viðskipti erlent

Síminn og Domino´s endurnýja þjónustusamning

Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s og Ellen Ólafsdóttir, viðskiptastjóri Símans undirrita samninginn.
Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s og Ellen Ólafsdóttir, viðskiptastjóri Símans undirrita samninginn.
Síminn og Domino´s á Íslandi hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til næstu þriggja ára en Síminn hefur síðustu ár veitt Domino‘s fjarskiptaþjónustu.

Í tilkynningu segir að þjónustusamningurinn tryggi áframhaldandi gott samstarf Domino‘s við Símann um kaup á allri fjarskiptaþjónustu sem fyrirtækið þarfnast en Domino‘s leggur áherslu á hagkvæmni og rekstraröryggi símkerfa. 

Í dag rekur Domino’s Pizza 14 verslanir hér á landi. Sjö þeirra eru í Reykjavík, ein í Garðabæ, Hafnarfirði og tvær í Kópavogi. Auk þess er einn staður á Akureyri, Akranesi og í Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×