Viðskipti erlent

Atvinnuleysi meðal danskra kvenna eykst verulega

Atvinnuleysi meðal danskra kvenna hefur aukist verulega á undanförnum misserum og eru þær að verða jafnmargar hlutfallslega og atvinnulausir karlmenn.

Í nýrri úttekt á vegum samtaka verkalýðsfélaga í Danmörku kemur fram að í september s.l. var atvinnuleysi meðal kvenna komið í rétt tæp 6% á móti 6,3% karlmanna.

Ástæðan fyrir auknu atvinnuleysi kvenna skýrist einkum af niðurskurði í rekstri hins opinbera í Danmörku en sökum niðurskurðarins hefur störfum hjá m.a. leikskólakennurum og hjúkrunarkonum fækkað töluvert.

Á sama tíma og atvinnuleysið eykst meðal kvennanna hefur heldur dregið úr því hjá körlunum á undanförnu hálfu öðru ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×