Viðskipti erlent

Markaðir í Bandaríkjunum sýna grænar tölur

Þrátt fyrir tilkynningu frá móðurfélagi American Airlines um að félagið hefði óskað eftir greiðslustöðvun, hafa hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum opnað með grænum tölum. Hækkunin er þó ekki mikil, eða sem nemur 0,5 til 1 prósent.

Gengi bréfa í American Airlines hefur hins vegar hrunið um ríflega 60%. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að það hygðist endurskipuleggja fjárhag sinn í samvinnu við kröfuhafa og stærstu hluthafa félagsins en ekki liggur fyrir hvenær þeirri vinnu lýkur.

Markaðir í Evrópu hafa einnig hækkað lítillega, eða á bilinu 0,3 til 1%. Hækkanirnar eru raktar til þess að þjóðhöfðingjar í Evrópu hafa að undanförnu þótt sýna viðleitni til þess að takast á við mikinn skuldavanda þjóða og banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×