Viðskipti erlent

Iceland-verslun fékk kaldar móttökur á Írlandi

Iceland verslunarkeðjan fékk heldur kaldar móttökur þegar ný verslun var opnuð í írska bænum Carlow í síðustu viku. Kaldrifjaðir þjófarnir stálu veltu fyrsta dagsins með því að brjóta sér leið inn í verslunina með því að nota litla gröfu. Þeir stálu síðan tveimur peningaskápum og komust á brott með um fimmtíu þúsund evrur í peningum, eða um átta milljónir íslenskra króna. Nokkur vitni urðu að ráninu en mennirnir komust engu að síður undan.

Þrátt fyrir þetta segist verslunarstjórinn himinlifandi með móttökurnar sem verslunin hafi fengið hjá hinum íbúum Carlow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×