Viðskipti erlent

Geithner hvetur til aðgerða

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gærkvöldi ráðamenn í Asíu og Evrópu til þess að bregðast við þeim slaka sem hagkerfi heimsins glíma nú við. Þetta kom fram á fundi Geithners með leiðtogum Asíuríkja, sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Áhyggjur fjárfesta af stöðu mála í heiminum hafa magnast undanfarin misseri, ekki síst eftir að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, lýsti því yfir að hagkerfi heimsins væru nálægt "bjargbrún".

Staða mála á Ítalíu, þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir því franska og þýska, hefur einnig verið mikil uppspretta neikvæðra frétta. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu hefur haldist í sögulegu hámarki, eða yfir 6,7 prósent, undanfarna daga vegna þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×