Vasadiskó: Steini úr Quarashi kynnir sólóefni Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. nóvember 2011 12:49 Gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag er enginn annar en Steinar Fjeldsted, rappari Quarashi. Í gær gaf hann út lagið Cigarettes, sem er hans fyrsta tilraun sem sólólistamaður, og í kvöld fagnar hann svo útgáfu nýútkominnar safnplötu Quarashi Anthology í heljarinnar útgáfuteiti á Prikinu. Steini mætir svo í þáttinn á sunnudag og spilar það sem hann er tilbúinn með af væntanlegri frumraun sinni, spjallar um tíma sinn í Quarashi og gefur hlustendum vísbendingar um tónlistarsmekk sinn með því að setja vasadiskóið sitt á shuffle. Einnig verður leikin áður óheyrð hljóðupptaka af einu lagi frá lokatónleikum Quarashi á Nasa í sumar. Vasadiskó er nú í boði Gogoyoko en í þættinum er leitast við að spila splúnkunýja tónlist auk þess að grafa upp gamla týnda fjársjóði úr tónlistarsögunni. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni - en þar er sívaxandi samfélag tónlistaráhugamanna í mótun. Þar birtast nær daglega ný myndbönd, fréttir og ábendingar notenda af athyglisverðri nýrri tónlist. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag er enginn annar en Steinar Fjeldsted, rappari Quarashi. Í gær gaf hann út lagið Cigarettes, sem er hans fyrsta tilraun sem sólólistamaður, og í kvöld fagnar hann svo útgáfu nýútkominnar safnplötu Quarashi Anthology í heljarinnar útgáfuteiti á Prikinu. Steini mætir svo í þáttinn á sunnudag og spilar það sem hann er tilbúinn með af væntanlegri frumraun sinni, spjallar um tíma sinn í Quarashi og gefur hlustendum vísbendingar um tónlistarsmekk sinn með því að setja vasadiskóið sitt á shuffle. Einnig verður leikin áður óheyrð hljóðupptaka af einu lagi frá lokatónleikum Quarashi á Nasa í sumar. Vasadiskó er nú í boði Gogoyoko en í þættinum er leitast við að spila splúnkunýja tónlist auk þess að grafa upp gamla týnda fjársjóði úr tónlistarsögunni. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni - en þar er sívaxandi samfélag tónlistaráhugamanna í mótun. Þar birtast nær daglega ný myndbönd, fréttir og ábendingar notenda af athyglisverðri nýrri tónlist.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira