Tölvuþrjótar ráðast á Steam 11. nóvember 2011 21:35 Árásin á Steam er ein af mörgum sem tölvuleikjafyrirtæki hafa þurft að þola á árinu. Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins. Leikjavísir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins.
Leikjavísir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira