Viðskipti erlent

Emirates leggur inn nýja pöntun hjá Boeing

Boeing er risi í flugvélaiðnaði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Seattle.
Boeing er risi í flugvélaiðnaði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Seattle.
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur gengið frá samningi við stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, Emirates. Boeing mun afhenda flugfélaginu fimmtíu 777 breiðþotur að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Samningur vegna þessara kaupa er upp á 18 milljarða dollara eða sem nemur um 207 milljörðum króna.

Stjórnarformaður Emirates, Sheikh Ahmed bin Saeed al-Maktoum, hefur verið stórtækur í samningum undanfarin misseri en Emirates er það flugfélag í heiminum sem vex hraðast allra þessa dagana. Í fyrra keypti Emirates 30 777 farþegavélar af Boeing, fyrir tæplega 10 milljarða dollara, eða sem nemur 115 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×